Innlent

Íslendingur dæmdur í fangelsi fyrir að skalla mann á þorrablóti í Noregi

Íslendingur var á dögunum dæmdur í hálfsársfangelsi í Björgvin í Noregi fyrir að skalla samlanda sinn á Þorrablóti í febrúar á síðasta ári. Greint er frá málinu í norska blaðinu Bergensavisen og þar segir að maðurinn hafi látið ófriðlega á blótinu og sérstaklega verið dónalegur í garð konu einnar.

Þegar annar maður gekk að honum og bað hann um að hafa sig hægan, réðst ofbeldismaðurinn að honum og skallaði hann. Fórnarlambið brákaðist í andliti við árásina og enn í dag glímir hann við skerta sjón af völdum atlögunnar.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, mun vera með hreina sakaskrá en hann var einnig dæmdur fyrir að láta ófriðlega á öldurhúsi í Bergen síðasta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×