Umhverfisráðherra sakaður um að vilja virkja á verndarsvæði Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2014 20:30 Umhverfisráðherra vill endurskoða verndunarsvæði við Þjórsárver, sem gæti leitt til þess að virkjað verði með Norðlingaölduveitu, sem ekki væri kostur ef friðað væri samkvæmt gildandi rammaáætlun. Stjórnarandstaðan sakar umhverfisráðherra um að ætla að koma virkjunum inn á svæði sem nú er í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun. En ráðherra segir að hægt sé að endurmeta virkjunarkosti hafi þeir ekki nú þegar verið friðlýstir. Náttúruverndar- og virkjanamál voru síðustu ríkisstjórn ákaflega erfið og það er augljóst á upphafi vorþings að þau mál verða áfram umdeild. Stjórnarminnihlutinn sakar stjórnarminnihlutann um að seilast inn á verndarsvæði í virkjanamálum. Átökin snúast um hvar á að virkja í framtíðinni og hvar ekki og hvaða svæði beri að vernda til frambúðar fyrir virkjunum. Í dag spurðu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar umhverfisráðherra út í fyrhugaðar breytingar hans á stærð friðlandsins við Þjórsárver en stjórnarandstaðan sakar stjórnarmeirihlutann um að reyna þannig að smokra Norðlingaölduveitu út úr verndarflokki í vikjanakost. Katrín segir óvissu hafa ríkt um svæðið frá því umhverfisráðherra frestaði friðlýsingu svæðisins í fyrra og í framhaldinu gert tillögu að breyttum mörkum friðlandsins. „Sú nýja tillaga að breyttum mörkum friðlandsins virðist stafa af því að Landsvirkjun hafi haldið fund með fulltrúum umhverfisráðuneytis og kynnt þar hugmynd að nýjum virkjanakosti sem hægt væri að ráðast í með þessum breyttu mörkum.Sá virkjanakostur hefur hins vegar í för með sér mikil umhverfisáhrif á svæðinu í kring, ekki síst á fossana þrjá Dynk, Gljúfurleitafoss og Kjálkaversfoss,“ segir formaður Vinstri grænna. Fagfólk telji ekki hægt að skilja það svæði frá Þjórsárverum. „Það eru mikil vonbrigði þegar hæstvirtur umhverfisráðherra, sem reyndar er bara umhverfisráðherra í hlutastarfi, nálgast þessa þrjá málaflokka (nýtingu, vernd og friðun) eins og götulistamaður með þrjú glös og lætur almenning og okkur þingmenn giska á hvað hann eigi við með málflutningi sínum og undir hvaða glasi peningurinn sé,“ sagði Róbert Marshall. Ráðherra sagði lagalega óvissu ríkja um svæðið. „Stutta svarið við fyrirspurn háttvirts þingmanns, Katrínar Jakobsdóttur, hvort hér sé tillaga Landsvirkjunar á ferðinni, þá er svarið nei,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra. Lagalega óvissu ríkti hins vegar um svæðið. „Jafnframt er í þessu samhengi mikilvægt að minna á það ákvæði í nýsamþykktum lögum hér í þinginu í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, að hægt sé að senda orkukosti sem komnir eru í verndarflokk en ekki búið að friðlýsa í endurmat til verkefnisstjórnar rammaáætlunar, þar sem nýjar útfærslur geta komið til skoðunar,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Umhverfisráðherra vill endurskoða verndunarsvæði við Þjórsárver, sem gæti leitt til þess að virkjað verði með Norðlingaölduveitu, sem ekki væri kostur ef friðað væri samkvæmt gildandi rammaáætlun. Stjórnarandstaðan sakar umhverfisráðherra um að ætla að koma virkjunum inn á svæði sem nú er í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun. En ráðherra segir að hægt sé að endurmeta virkjunarkosti hafi þeir ekki nú þegar verið friðlýstir. Náttúruverndar- og virkjanamál voru síðustu ríkisstjórn ákaflega erfið og það er augljóst á upphafi vorþings að þau mál verða áfram umdeild. Stjórnarminnihlutinn sakar stjórnarminnihlutann um að seilast inn á verndarsvæði í virkjanamálum. Átökin snúast um hvar á að virkja í framtíðinni og hvar ekki og hvaða svæði beri að vernda til frambúðar fyrir virkjunum. Í dag spurðu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar umhverfisráðherra út í fyrhugaðar breytingar hans á stærð friðlandsins við Þjórsárver en stjórnarandstaðan sakar stjórnarmeirihlutann um að reyna þannig að smokra Norðlingaölduveitu út úr verndarflokki í vikjanakost. Katrín segir óvissu hafa ríkt um svæðið frá því umhverfisráðherra frestaði friðlýsingu svæðisins í fyrra og í framhaldinu gert tillögu að breyttum mörkum friðlandsins. „Sú nýja tillaga að breyttum mörkum friðlandsins virðist stafa af því að Landsvirkjun hafi haldið fund með fulltrúum umhverfisráðuneytis og kynnt þar hugmynd að nýjum virkjanakosti sem hægt væri að ráðast í með þessum breyttu mörkum.Sá virkjanakostur hefur hins vegar í för með sér mikil umhverfisáhrif á svæðinu í kring, ekki síst á fossana þrjá Dynk, Gljúfurleitafoss og Kjálkaversfoss,“ segir formaður Vinstri grænna. Fagfólk telji ekki hægt að skilja það svæði frá Þjórsárverum. „Það eru mikil vonbrigði þegar hæstvirtur umhverfisráðherra, sem reyndar er bara umhverfisráðherra í hlutastarfi, nálgast þessa þrjá málaflokka (nýtingu, vernd og friðun) eins og götulistamaður með þrjú glös og lætur almenning og okkur þingmenn giska á hvað hann eigi við með málflutningi sínum og undir hvaða glasi peningurinn sé,“ sagði Róbert Marshall. Ráðherra sagði lagalega óvissu ríkja um svæðið. „Stutta svarið við fyrirspurn háttvirts þingmanns, Katrínar Jakobsdóttur, hvort hér sé tillaga Landsvirkjunar á ferðinni, þá er svarið nei,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra. Lagalega óvissu ríkti hins vegar um svæðið. „Jafnframt er í þessu samhengi mikilvægt að minna á það ákvæði í nýsamþykktum lögum hér í þinginu í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, að hægt sé að senda orkukosti sem komnir eru í verndarflokk en ekki búið að friðlýsa í endurmat til verkefnisstjórnar rammaáætlunar, þar sem nýjar útfærslur geta komið til skoðunar,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira