Viðhorf Vigdísar endurspegla ekki hug þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 13:44 Fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ekki sáttur við ummæli Vigdísar Hauksdóttur um starfsfólk Alþingis. Viðhorf hennar sé alls ekki lýsandi fyrir hug þingmanna til starfsmanna. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar um starfsmenn Alþingis í Monitor Morgunblaðsins hafa ekki vakið lukku meðal margra þingmanna Framsóknarflokks og annarra flokka. En í viðtalinu sagði Vigdís m.a. að það hafi verið mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Þá hafi starfsfólk þingsins ekki ávarpað þingmenn og fylgt því mikil virðing að vera Alþingismaður. Vigdís segir að starfsmenn þingsins eigi að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú sé þetta orðið alltof frjálslegt fyrir hennar smekk.Birkir Jón Jónsson lét af þingmennsku í fyrra eftir tíu ára setu á þingi, en hann var varaformaður Framsóknarflokksins til 2013 og var einnig formaður fjárlaganefdar eins og Vigdís er nú.Finnst þér þessi ummæli Vigdísar endurspela hug þingmanna til starfsmanna Alþingis?„Alls ekki og í raun og veru þvert á móti finnst mér viðhorf þingmanna gagnvart starfsmönnum Alþingis vera á þann veg að þarna vinnur framúrskarandi fólk sem leggur sig allt fram um að aðstoða þingmenn í sínum störfum,“ segir Birkir Jón. Af þessum sökum fann Birkir Jón sig knúinn til að tjá sig um þessi mál á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að eftir að fjölmiðlar hafi byrjað að sparka meira í þingmenn þá finnist henni viðhorf starfsmannanna líka hafa breyst. „Ég varð var við það að harkan í samfélaginu jókst í kjölfar hrunsins og þar af leiðandi aðgangsharka fjölmiðla í sumum tilfellum. Ég get tekið undir það. En að viðmót starfsfólks Alþingis hafi eitthvað breyst, það gat ég ekki merkt,“ segir Birkir Jón. Þvert á móti hafi fólk staðið saman á þeim erfiðu tímum sem voru á Alþingi eins og alls staðar í samfélaginu á undanförnum árum.Og virðing þeirra fyrir þingmönnum ekkert breyst?„Alls ekki, alls ekki,“ áréttar Birkir Jón.Og ekkert að því að starfsmenn ávarpi þingmenn?„Þvert á móti. Ég myndi nú halda að viðkomandi væri þá eitthvað sár og reiður við mann ef maður fengi ekki slíkt ávarp að fyrra bragði,“ sagði Birkir Jón Jónsson fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins. Post by Birkir Jón Jónsson. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er ekki sáttur við ummæli Vigdísar Hauksdóttur um starfsfólk Alþingis. Viðhorf hennar sé alls ekki lýsandi fyrir hug þingmanna til starfsmanna. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar um starfsmenn Alþingis í Monitor Morgunblaðsins hafa ekki vakið lukku meðal margra þingmanna Framsóknarflokks og annarra flokka. En í viðtalinu sagði Vigdís m.a. að það hafi verið mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Þá hafi starfsfólk þingsins ekki ávarpað þingmenn og fylgt því mikil virðing að vera Alþingismaður. Vigdís segir að starfsmenn þingsins eigi að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú sé þetta orðið alltof frjálslegt fyrir hennar smekk.Birkir Jón Jónsson lét af þingmennsku í fyrra eftir tíu ára setu á þingi, en hann var varaformaður Framsóknarflokksins til 2013 og var einnig formaður fjárlaganefdar eins og Vigdís er nú.Finnst þér þessi ummæli Vigdísar endurspela hug þingmanna til starfsmanna Alþingis?„Alls ekki og í raun og veru þvert á móti finnst mér viðhorf þingmanna gagnvart starfsmönnum Alþingis vera á þann veg að þarna vinnur framúrskarandi fólk sem leggur sig allt fram um að aðstoða þingmenn í sínum störfum,“ segir Birkir Jón. Af þessum sökum fann Birkir Jón sig knúinn til að tjá sig um þessi mál á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að eftir að fjölmiðlar hafi byrjað að sparka meira í þingmenn þá finnist henni viðhorf starfsmannanna líka hafa breyst. „Ég varð var við það að harkan í samfélaginu jókst í kjölfar hrunsins og þar af leiðandi aðgangsharka fjölmiðla í sumum tilfellum. Ég get tekið undir það. En að viðmót starfsfólks Alþingis hafi eitthvað breyst, það gat ég ekki merkt,“ segir Birkir Jón. Þvert á móti hafi fólk staðið saman á þeim erfiðu tímum sem voru á Alþingi eins og alls staðar í samfélaginu á undanförnum árum.Og virðing þeirra fyrir þingmönnum ekkert breyst?„Alls ekki, alls ekki,“ áréttar Birkir Jón.Og ekkert að því að starfsmenn ávarpi þingmenn?„Þvert á móti. Ég myndi nú halda að viðkomandi væri þá eitthvað sár og reiður við mann ef maður fengi ekki slíkt ávarp að fyrra bragði,“ sagði Birkir Jón Jónsson fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins. Post by Birkir Jón Jónsson.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira