Innlent

Lengja ekki varnargarð nema íbúar samþykki

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sandburður er viðvarandi vandi í Landeyjahöfn.
Sandburður er viðvarandi vandi í Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Pjetur
Vegagerðin ætlar ekki að lengja leiðigarð vestan 250 metra nema landeigendur og íbúar austan árinnar samþykki.

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu á lenging garðsins að minnka sandburð úr Markarfljóti inn í Landeyjahöfn. Þeir sem austan árinnar telja þetta munu beina fljótinu enn frekar að löndum þeirra með tilheyrandi skemmdum og hættu.

„Í tvígang hafa verið haldnir fundir með landeigendur og sveitarstjórn þar sem áform um lengingu leiðigarðs hafa verið kynnt og rædd. Þar hafa komið fram áhyggjur landeigenda og ábúanda um að Markarfljót kynni að hlaupa til austurs og að landeigendur á svæðinu gætu orðið fyrir skaða,“ segir í svarbréfi til mótmælendanna frá Vegagerðin sem kveðst hafa fært rök fyrir því að aðgerðir niður við ós hefðu ekki áhrif langt upp eftir fljóti.

„Vegagerðin mun hins vegar ekki fara í umrædda framkvæmd í óþökk landeigenda og lögheimilisíbúa,“ segir í bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×