Innlent

Um 70 ára skjöl finnast undir þakeinangrun fjármálaráðuneytisins

Heimir Már Pétursson skrifar
Töluvert magn tæplega sjötíu ára gamalla skjala fannst undir þakeinangrun í fjármálaráðuneytinu þegar iðnaðarmenn unnu þar að viðgerðum. Flest skjalana varða beiðni um lán og styrki á þeim tímum þegar skömmtun var á flestum sviðum og ríkið kom mjög mikið að rekstri fyrirtækja.

Það var þegar Ólafur Thors þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var forsætisráðherra sem skjölin urðu til á árunum 1948 til 1949.

Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu við miklar endurbætur á Arnarhváli sem hýst hefur fjármálaráðuneytið og fjölmörg önnur ráðuneyti og stjórnarskrifstofur í marga áratugi. Þegar þakeinangrun yfir steypri þakplötu var rifin blasti óvænt sjón við iðnaðarmönnum, hundruð eða þúsundir skjala sem fylla um fimm stóra ruslapoka.

Elva Björk Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að Þjóðskjalasafnið muni taka skjölin til vörslu og skoðunar.

„Þessi skjöl virðast innihalda samskipti við fjárhagsráð og nýbyggingaráð sem voru til hér á eftirstríðsárunum. Af því sem við höfum skoðað eru þetta oft umsóknir um lán, leyfi til kaupa á byggingarefni og slíkt,“ segir Elva Björk

Það er augljóst að skjölin voru ekki sett upp á þakið fyrir áratugum síðan til einangrunar, heldur var þem hrúgað upp á einn stað og þau eru í góðu ásigkomulagi. Innan þeirr má m.a. finna brég frá Vilhjálmi Þór forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga sem á þessum tíma var einn mesti áhrifa maður landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×