Innlent

Hafa áhyggjur af fækkunum mokstursdaga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar forsvarsmanna Vegagerðarinnar að fækka snjómokstursdögum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Frá þessu er sagt á vef Vikudags. Vegagerðin mun eingöngu ryðja leiðina á þriðjudögum og föstudögum.

Þá er haft eftir Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra Akureyrar að með áðurnefndu fyrirkomulagi sé skorið á lífæð milli Norður- og Austurlands. „Þessi ákvörðun kemur til með að bitna á daglegu lífi fólks í þessum landshlutum og í raun Íslendinga allra,“ segir Eiríkur.

Nánar má lesa um málið á vef Vikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×