Innlent

Ákeyrslum fjölgar mjög í snjónum

Samúel Karl Ólason skrifar
Visir/Pjetur
Um leið og snjóa tók á höfuðborgarsvæðinu í vikunni jókst fjöldi tilkynntra umferðartjóna til VÍS. Um 10 prósent aukning hefur verið á þeim í vikunni. Í frétt á vef VÍS segir að sú tala geti enn átt eftir að hækka þar sem tilkynningar geta enn átt eftir að berast inn.

„Þegar vegir eru hálir og skyggni lélegt, er nauðsynlegt að lengja bil á milli bíla og draga verulega úr hraða ökutækisins.  Gott bil á milli bíla og hóflegur hraði auk góðra dekkja, dregur verulega úr líkum á aftanákeyrslum og með rétt stilltum höfuðpúða er mun minni hætta á hálstognun,“ segir í frétt VÍS.

Samkvæmt Veðurvaktinni verður lítið ferðaveður um helgina og mikilvægt er að ökumenn kynni sér vel færð og veður. Sérstaklega ef þeir ætla að fara milli landshluta eða yfir fjallvegi.  „VÍS hvetur ökumenn til að fara með gát og koma heila heim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×