Innlent

Borgin leigir út 800 matjurtagarða í vor

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Sex hundrað matjurtagarðar í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal og Grafarvogi verða leigðir út á vegum borgarinnar í vor. Þá verða 200 garðar leigðir út í Skammadal.

Garðarnir voru áður skólagarðar og geta nú einstaklingar, vinir og fjölskyldur sótt um að rækta í görðunum.

Búið er að opna fyrir umsóknir og hægt er að sækja um garð með því að senda tölvupóst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is. Verð fyrir 100 fermetra garð í Skammadal er 5000 krónur, en 4.400 krónur fyrir 20 fermetra garð innan borgarmarkanna.

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg verða garðarnir tilbúnir til afhendingar upp úr miðjum maí, en það verður tilkynnt á heimasíðu borgarinnar. Þeir verða afhentir uppstungnir og merktir og mögulegt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×