Sjónum sérstaklega beint að fötluðum og konum af erlendum uppruna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. apríl 2014 09:36 VÍSIR/ANTON Borgarstjórn samþykkti í gær að fara í sérstakt átak gegn heimilisofbeldi. Tillaga þess efnis var borin upp á fundi borgarstjórnar í gær af Sóley Tómasdóttur, borgarfulltrúa VG. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði fram viðbótartillögu um að nauðsynlegt sé að beina sjónum sérstaklega að minnihlutahópum þegar farið verður í átak gegn ofbeldi. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi fór fyrir tillögunni. Í henni kom fram að rannsóknir sýni þær niðurstöður að þriðjungur fatlaðra kvenna verði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá sé það einnig staðreynd að fatlaðar konur búi við ofbeldi yfir lengri tíma en aðrir hópar. Áslaug fjallaði einnig um mikilvægi þess að skoða hvernig hægt er að hafa virkara eftirlit með þeim sem veikast standa því þeir leiti sér ekki hjálpar af sjálfsdáðum. „Nauðsynlegt er að nálgast lausnir fyrir þessa hópa með öðrum hætti en almennt gerist,“ sagði Áslaug. Sjónum verði einnig beint að konum af erlendum uppruna en þær eru stór hluti þeirra kvenna sem koma í Kvennaathvarfið. Í sameiginlegri bókun borgarstjórnar kom fram að sjónum yrði sérstaklega beint að fötluðum konum og konum af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er reiðubúin til að kanna og innleiða allar þær aðferðir sem stuðlað geta að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Samþykktinni var vísað til borgarráðs sem vísar tillögunum til viðeigandi stofnana sem munu gera verk- og kostnaðaráætlun. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að fara í sérstakt átak gegn heimilisofbeldi. Tillaga þess efnis var borin upp á fundi borgarstjórnar í gær af Sóley Tómasdóttur, borgarfulltrúa VG. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði fram viðbótartillögu um að nauðsynlegt sé að beina sjónum sérstaklega að minnihlutahópum þegar farið verður í átak gegn ofbeldi. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi fór fyrir tillögunni. Í henni kom fram að rannsóknir sýni þær niðurstöður að þriðjungur fatlaðra kvenna verði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá sé það einnig staðreynd að fatlaðar konur búi við ofbeldi yfir lengri tíma en aðrir hópar. Áslaug fjallaði einnig um mikilvægi þess að skoða hvernig hægt er að hafa virkara eftirlit með þeim sem veikast standa því þeir leiti sér ekki hjálpar af sjálfsdáðum. „Nauðsynlegt er að nálgast lausnir fyrir þessa hópa með öðrum hætti en almennt gerist,“ sagði Áslaug. Sjónum verði einnig beint að konum af erlendum uppruna en þær eru stór hluti þeirra kvenna sem koma í Kvennaathvarfið. Í sameiginlegri bókun borgarstjórnar kom fram að sjónum yrði sérstaklega beint að fötluðum konum og konum af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er reiðubúin til að kanna og innleiða allar þær aðferðir sem stuðlað geta að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Samþykktinni var vísað til borgarráðs sem vísar tillögunum til viðeigandi stofnana sem munu gera verk- og kostnaðaráætlun.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira