Innlent

Facebook kært fyrir að lesa einkaskilaboð

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook.
Enn og aftur blossa upp vangaveltur þess efnis að Facebook fari kerfisbundið í gegnum einkaskilaboð notenda sinna.

Michael Hurlay og Matthew Campbell kærðu Facebook hinn 30. desember síðastliðinn en þeir saka stjórnendur samskiptasíðunnar um að lesa einkaskilaboð á Facebook án vitundar notendanna. Einnig telja þeir að þegar Facebook finni link á vefsíður innan skilaboða, þá opni samskiptamiðillinn sjálfkrafa linkinn og ef þar sé að finna svokallaðan ,,like-hnapp“ muni hann telja sem ,,like“ á þeirri tilteknu vefsíðu. Með þessu geti Facebook kortlagt notendur sína og þeirra áhugasvið, og selt upplýsingar til fyrirtækja.

The Wall Street Journal greindi frá því árið 2012 að Facebook færi ítarlega í gegnum skilaboð notenda sinna með það í huga að vakta glæpastarfsemi. Facebook fullyrti þó að engar persónulegar upplýsingar yrðu gefnar upp.

Facebook er ekki eina vefsíðan sem hefur verið sökuð um að vakta persónupplýsingar notenda sinna en Google hefur einnig verið sakað um að lesa tölvupósta sem sendir eru í gegnum Gmail. Þá hafa Yahoo og LinkedIn einnig legið undir samskonar ásökunum.

Jackie Rooney, talskona Facebook, sagði að ásakanirnar væru úr lausu lofti gripnar.

The Time greinir frá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×