Ekki svigrúm til að ráða sérfræðinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2014 00:00 Árið 2006 réðst Lyfjastofnun í það verkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjárheimildir fjárlaga heftu þróun verkefnisins, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. fréttablaðið/valli „Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira