Betri árangur í námi með aukinni hreyfingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Í fótbolta. Börnum sem fengu íþróttatíma til viðbótar við skólaíþróttir gekk betur í náminu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nemendum í 5. bekk grunnskóla í Gautaborg í Svíþjóð, sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku, gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla. Greint er frá niðurstöðunum í ritinu Journal of School Health. Í rannsókninni, sem tók til um 2.000 nemenda, var skoðaður árangur fimmtu bekkinga í samræmdum prófum fjórum árum fyrir breytinguna og svo fimm árum eftir. Niðurstaðan var borin saman við viðmiðunarhópa í þremur skólum sem ekki fengu tvo tíma í íþróttum á viku hjá íþróttafélagi á staðnum til viðbótar við tvo íþróttatíma í skólanum. Fleiri nemendur í íhlutunarhópnum náðu markmiðunum í framangreindum námsgreinum heldur en í viðmiðunarhópunum. Í íhlutunarhópnum voru 408 nemendur. Í fréttatilkynningu frá Gautaborgarháskóla segir að líkurnar á að nemandi næði markmiðunum hefðu tvöfaldast með meiri hreyfingu. Hjá viðmiðunarhópunum var ekki hægt að merkja betri árangur, heldur jafnvel verri. Tekið var tillit til jafns fjölda stelpna og stráka, fjölda nemenda sem voru af erlendum uppruna auk tekna foreldra, atvinnuleysis og skólagöngu þeirra. Bent er á að niðurstöðurnar séu í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Vísindamennirnir segja ánægjulegt að geta fært rök fyrir því að hægt sé að bæta námsárangur barna með einföldum aðgerðum.Góður árangur af heilbrigðum lífsstílNiðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur heldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir Katrínu Gunnarsdóttur hafa skoðað gögn úr rannsókninni í skólunum sex og komist að fyrrgreindum niðurstöðum í meistaraverkefni sínu árið 2011. „Niðurstöðurnar undirstrika að heilsusamlegur lífsstíll barna og unglinga eykur líkurnar á góðum árangri þeirra í námi,“ segir hann. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, sem gerðar hafa verið reglulega meðal 14 til 16 ára nemenda frá 1989, sýndu að hreyfing hefur bæði jákvæð áhrif á líðan og námsárangur. Um var að ræða fyrstu heildstæðu rannsóknirnar á högum barna og ungmenna. „Þessar rannsóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli hreyfingar og námsárangurs. Áhrifin af hreyfingu eru bæði bein og óbein. Þeim sem hreyfa sig líður betur og þeir eru tilbúnari til að takast á við námið,“ segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, sem var forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem hóf rannsóknirnar. Hann tekur fram að ekki hafi verið um íhlutunarrannsóknir að ræða. „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi styðja þessar niðurstöður um tengsl hreyfingar og betri líðanar og námsárangurs meira og minna. Við vitum núna miklu meira um áhrif hreyfingar á líðan fólks en við gerðum fyrir nokkrum árum. Lífeðlisfræðin hefur brúað bilið meira milli rannsóknanna,“ segir Þórólfur. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Nemendum í 5. bekk grunnskóla í Gautaborg í Svíþjóð, sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku, gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla. Greint er frá niðurstöðunum í ritinu Journal of School Health. Í rannsókninni, sem tók til um 2.000 nemenda, var skoðaður árangur fimmtu bekkinga í samræmdum prófum fjórum árum fyrir breytinguna og svo fimm árum eftir. Niðurstaðan var borin saman við viðmiðunarhópa í þremur skólum sem ekki fengu tvo tíma í íþróttum á viku hjá íþróttafélagi á staðnum til viðbótar við tvo íþróttatíma í skólanum. Fleiri nemendur í íhlutunarhópnum náðu markmiðunum í framangreindum námsgreinum heldur en í viðmiðunarhópunum. Í íhlutunarhópnum voru 408 nemendur. Í fréttatilkynningu frá Gautaborgarháskóla segir að líkurnar á að nemandi næði markmiðunum hefðu tvöfaldast með meiri hreyfingu. Hjá viðmiðunarhópunum var ekki hægt að merkja betri árangur, heldur jafnvel verri. Tekið var tillit til jafns fjölda stelpna og stráka, fjölda nemenda sem voru af erlendum uppruna auk tekna foreldra, atvinnuleysis og skólagöngu þeirra. Bent er á að niðurstöðurnar séu í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Vísindamennirnir segja ánægjulegt að geta fært rök fyrir því að hægt sé að bæta námsárangur barna með einföldum aðgerðum.Góður árangur af heilbrigðum lífsstílNiðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur heldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir Katrínu Gunnarsdóttur hafa skoðað gögn úr rannsókninni í skólunum sex og komist að fyrrgreindum niðurstöðum í meistaraverkefni sínu árið 2011. „Niðurstöðurnar undirstrika að heilsusamlegur lífsstíll barna og unglinga eykur líkurnar á góðum árangri þeirra í námi,“ segir hann. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, sem gerðar hafa verið reglulega meðal 14 til 16 ára nemenda frá 1989, sýndu að hreyfing hefur bæði jákvæð áhrif á líðan og námsárangur. Um var að ræða fyrstu heildstæðu rannsóknirnar á högum barna og ungmenna. „Þessar rannsóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli hreyfingar og námsárangurs. Áhrifin af hreyfingu eru bæði bein og óbein. Þeim sem hreyfa sig líður betur og þeir eru tilbúnari til að takast á við námið,“ segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, sem var forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem hóf rannsóknirnar. Hann tekur fram að ekki hafi verið um íhlutunarrannsóknir að ræða. „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi styðja þessar niðurstöður um tengsl hreyfingar og betri líðanar og námsárangurs meira og minna. Við vitum núna miklu meira um áhrif hreyfingar á líðan fólks en við gerðum fyrir nokkrum árum. Lífeðlisfræðin hefur brúað bilið meira milli rannsóknanna,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira