Fjallamennska og áfengisdrykkja fara ekki saman Birta Björnsdóttir skrifar 13. mars 2014 20:00 Ferðafélag Íslands, ásamt fleiri félögum víðsvegar um landið, hafa kvartað er undan slæmri umgengni í skálum félaganna víða um land. Engin skipulögð gæsla er í skálunum yfir vetrartímann og er ferðamönnum treyst fyrir lyklavöldum. Það gerist því miður reglulega að ferðamenn bregðast þessu trausti og þá ekki síst þegar áfengi er haft um hönd. „Áfengisneysla og ferðamennska á fjöllum, það á bara einfaldlega ekki saman," segir Þórhallur Þorsteinsson, hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Umgengnin hefur versnað, illa er gengið frá hurðum og gluggum í skálum við brottför og rusl skilið eftir. „Þetta er aftur að versna. Það sem er nýtt eru skemmdir, og stuldur. Innbrot í geymslur og í peningakassa. Þetta erum við að sjá í fyrsta sinn á síðustu árum," segir Þórhallur. Meira að segja eru dæmi um það að ferðamenn hafi gengið örna sinna inni í skálunum. „Þetta er ekki stór hópur manna sem ganga svona um svo við erum að reyna að fá hinn góða ferðamann í lið með okkur til að sporna við þessarri þróun." Og þetta eru að stærstum hluta íslenskir ferðamenn sem um ræðir. „Ég held að þetta séu bara Íslendingarnir. Við verðum að taka þetta til okkar. Ferðafélögin vilja biðla til ferðamanna um að standa saman í þessum málum og láta vita þegar þeir verða varir við eitthvað misjafnt," segir Þórhallur. „Í versta falli þarf að fara að velja þá sem fá aðgang að skálunum. Það er algjört neyðarúrræði, við viljum að þessir skálar séu aðgengilegir og að sem flestir geti notið þeirra." Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ferðafélag Íslands, ásamt fleiri félögum víðsvegar um landið, hafa kvartað er undan slæmri umgengni í skálum félaganna víða um land. Engin skipulögð gæsla er í skálunum yfir vetrartímann og er ferðamönnum treyst fyrir lyklavöldum. Það gerist því miður reglulega að ferðamenn bregðast þessu trausti og þá ekki síst þegar áfengi er haft um hönd. „Áfengisneysla og ferðamennska á fjöllum, það á bara einfaldlega ekki saman," segir Þórhallur Þorsteinsson, hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Umgengnin hefur versnað, illa er gengið frá hurðum og gluggum í skálum við brottför og rusl skilið eftir. „Þetta er aftur að versna. Það sem er nýtt eru skemmdir, og stuldur. Innbrot í geymslur og í peningakassa. Þetta erum við að sjá í fyrsta sinn á síðustu árum," segir Þórhallur. Meira að segja eru dæmi um það að ferðamenn hafi gengið örna sinna inni í skálunum. „Þetta er ekki stór hópur manna sem ganga svona um svo við erum að reyna að fá hinn góða ferðamann í lið með okkur til að sporna við þessarri þróun." Og þetta eru að stærstum hluta íslenskir ferðamenn sem um ræðir. „Ég held að þetta séu bara Íslendingarnir. Við verðum að taka þetta til okkar. Ferðafélögin vilja biðla til ferðamanna um að standa saman í þessum málum og láta vita þegar þeir verða varir við eitthvað misjafnt," segir Þórhallur. „Í versta falli þarf að fara að velja þá sem fá aðgang að skálunum. Það er algjört neyðarúrræði, við viljum að þessir skálar séu aðgengilegir og að sem flestir geti notið þeirra."
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira