Þróttur Neskaupsstað vann fyrsta leikinn gegn Aftureldingu, 3-2, í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki en leikið var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi.
Deildarmeistarar Aftureldingar byrjuðu vel á heimavelli í gærkvöldi og unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25-19 og 25-15. Útlitið gott fyrir Mosfellinga sem þurftu aðeins að vinna eina hrinu til viðbótar.
En þá tók afmælisbarnið Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og stöllur hennar í Þrótti við sér. Gestirnir að austan unnu þriðju hrinuna, 25-20, og jöfnuðu svo metin í fjórðu hrinu með 25-19 sigri. Staðan 2-2.
Í oddahrinunni byrjaði Afturelding betur og komst í 7-3 en Þróttur Nes tók þá öll völd á vellinum, skoraði tólf stig á móti þremur stigum Aftureldingar og vann hrinuna, 15-10, og leikinn, 3-2.
Stigahæstar í leiknum voru Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes., með 32 stig en Erla Rán Eiríksdóttir skoraði 21 stig. Í liði Aftureldingar voru þær ZaharinaFilipova og Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæstar með 15 stig.
Næsti leikur liðanna fer fram í Neskaupstað á föstudaginn 11. apríl kl. 19.30
Þróttur Nes vann fyrsta leikinn í úrslitarimmunni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



