Innlent

Lögreglan spjallar í beinni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar spurningum borgara í beinni á netspjalli á morgun. Spjallið hefst klukkan 12 og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, mun stija fyrir svörum.

Lögreglan hefur notað samfélagsmiðla undanfarin ár til þess að eiga samskipti við þá sem hún þjónar. Netspjallið er hluti af því. Á morgun verður fyrsta spjallið af mörgum.



„Ég sit einn fyrir svörum í þessari fyrstu tilraun okkar,“ segir Stefán.

Spjallið verður eins lengi og þörf krefur en Stefán býst ekki við því að menn hafi þolinmæði fyrir mikið lengra spjalli en í klukkutíma, en það muni þó ráðast.

Lögreglan tekur við fyrirspurnum vegna spjallsins á netfanginu abending@lrh.is eða í gegnum Facebook síðu lögreglunnar. Stefán minnir þó á að alltaf sé hægt að senda fyrirspurnir til hans og lögreglunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×