„Jöfn kynjaskipting í fyrstu sex sætunum“ Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 18:00 Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon skipa þrjú efstu sætin. Þrír karlar skipa efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosninharnar í vor. Nýr oddviti flokksins í Reykjavík segir að þrátt fyrir það sé jafnt kynjahlutfall í efstu sætum og á listanum í heild. Halldór Halldórsson skipar fyrsta sæstið, Júlíus Vífill Ingvarsson annað sætið, Kjartan magnússon verður í þriðja sæti, Áslaug María Friðriksdóttir í fjórðasæti, Hildur Sverrisdóttir í því fimmta og Marta Guðjónsdóttir skipar sjötta sætið. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík segir ekki erfitt að leggja af stað í kosningabaráttu með þennan lista þrátt fyrir háværa gagnrýni á uppröðun listans. „Nei, það er ekki erfitt. Þetta er náttúrulega niðurstaðan úr prófkjöri þar sem fimm þúsund manns tóku þátt. Hins vegar er alltaf æskilegt að það sem jöfnust kynjaskipting. Mér finnst það skipta máli og ég held að öllum finnist það skipta máli. En svona raðaðist prófkjörið og fulltrúaráðið sá ekki ástæðu til að breyta því," segir Halldór. „En ertu fylgjandi því að það sé stillt upp samkvæmt svokölluðum fléttulista?" „Ég hef alltaf sagt það í þessu samhengi að ég tel að við séum að fara í rétta átt í þessu. En mér finnst mikilvægt að við tökum umræðu um það hvort að þær aðferðir sem við erum að nota í dag séu nógu góðar." Halldór segir að þrátt fyrir allt sé hlutfallið á milli karla og kvenna á listanum í jafnvægi. „Ég bendi á ef við tökum fyrstu sex sætin þá er jöfn kynjaskipting. Ef við tökum listann í heild sinni þá er jöfn kynjaskipting." „En er það ekki frekar ódýrt að tala um jafna kynjaskiptingu á listanum þegar þrír karlmenn eru í fyrstu þremur sætunum?" „Eins og ég sagði þá er æskilegt að það sé sem jöfnust kynjaskipting. Ég bendi bara á þá staðreynd að í fyrstu sex sætunum er jöfn kynjaskipting," segir Halldór. Listann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.Listinn er eftirfarandi:Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélagaJúlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Marta Guðjónsdóttir, kennari og fyrsti varaborgarfulltrúi Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri Björn Gíslason, slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfi & kennari Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Björn Jón Bragason, sagnfræðingur Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi og lýðheilsufræðinemi Örn Þórðarson, ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri / Varaformaður FÍB Hjörtur Lúðvíksson, málari Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri & formaður samninganefndar Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingurSigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóriKristinn Karl Brynjarsson, verkamaðurElín Engilbertsdóttir, ráðgjafiRafn Steingrímsson, vefforitariJóhann Már Helgason, framkvæmdastjóriAron Ólafsson, nemiKolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskrafturKristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðirJórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur / deildarstjóri Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Þrír karlar skipa efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosninharnar í vor. Nýr oddviti flokksins í Reykjavík segir að þrátt fyrir það sé jafnt kynjahlutfall í efstu sætum og á listanum í heild. Halldór Halldórsson skipar fyrsta sæstið, Júlíus Vífill Ingvarsson annað sætið, Kjartan magnússon verður í þriðja sæti, Áslaug María Friðriksdóttir í fjórðasæti, Hildur Sverrisdóttir í því fimmta og Marta Guðjónsdóttir skipar sjötta sætið. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík segir ekki erfitt að leggja af stað í kosningabaráttu með þennan lista þrátt fyrir háværa gagnrýni á uppröðun listans. „Nei, það er ekki erfitt. Þetta er náttúrulega niðurstaðan úr prófkjöri þar sem fimm þúsund manns tóku þátt. Hins vegar er alltaf æskilegt að það sem jöfnust kynjaskipting. Mér finnst það skipta máli og ég held að öllum finnist það skipta máli. En svona raðaðist prófkjörið og fulltrúaráðið sá ekki ástæðu til að breyta því," segir Halldór. „En ertu fylgjandi því að það sé stillt upp samkvæmt svokölluðum fléttulista?" „Ég hef alltaf sagt það í þessu samhengi að ég tel að við séum að fara í rétta átt í þessu. En mér finnst mikilvægt að við tökum umræðu um það hvort að þær aðferðir sem við erum að nota í dag séu nógu góðar." Halldór segir að þrátt fyrir allt sé hlutfallið á milli karla og kvenna á listanum í jafnvægi. „Ég bendi á ef við tökum fyrstu sex sætin þá er jöfn kynjaskipting. Ef við tökum listann í heild sinni þá er jöfn kynjaskipting." „En er það ekki frekar ódýrt að tala um jafna kynjaskiptingu á listanum þegar þrír karlmenn eru í fyrstu þremur sætunum?" „Eins og ég sagði þá er æskilegt að það sé sem jöfnust kynjaskipting. Ég bendi bara á þá staðreynd að í fyrstu sex sætunum er jöfn kynjaskipting," segir Halldór. Listann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.Listinn er eftirfarandi:Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélagaJúlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Marta Guðjónsdóttir, kennari og fyrsti varaborgarfulltrúi Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri Björn Gíslason, slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfi & kennari Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Björn Jón Bragason, sagnfræðingur Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi og lýðheilsufræðinemi Örn Þórðarson, ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri / Varaformaður FÍB Hjörtur Lúðvíksson, málari Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri & formaður samninganefndar Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingurSigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóriKristinn Karl Brynjarsson, verkamaðurElín Engilbertsdóttir, ráðgjafiRafn Steingrímsson, vefforitariJóhann Már Helgason, framkvæmdastjóriAron Ólafsson, nemiKolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskrafturKristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðirJórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur / deildarstjóri
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira