Ef til vill og kannski verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 19:51 Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvenær og þá hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarflokkana á krampakenndum flótta undan kosningaloforðum sínum. Sérstök umræða fór fram um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið á Alþingi í dag og eins og oft áður er íslensk pólitík á sviði súríalismans. Meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnunum - en meirihlutinn er líka á móti aðild að sambandinu að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir eru á móti aðild að ESB og heikjast á að spyrja þjóðina um áframhald viðræðna og innan þeirra er sá möguleiki ræddur að spyrja um hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Stjórnarandstaðan vill hins vegar ljúka viðræðunum og að þjóðin fái að greiða atkvæði um þá spurning sem fyrst. Formaður Samfylkingarinnar sagði að það hafi verið skýrt fyrirheit í kosningabaráttunni að hægt væri að kjósa stjórnarflokkana til valda, en þjóðin gæti samt ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda áfram með aðildarumsóknarferlið. „Við sjáum hins vegar núna og höfum orðið vitni að því á undanförnum vikum, krampakenndum tilraunum forystu ríkisstjórnarinnar til að komast útúr þeim fyrirheitum sem gefin hafa verið,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar væri erfitt að finna betri tíma til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið en sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Er þá ekki ljóst, virðurlegur forseti, að það sé best að taka næsta skref með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja málið upp í þremur skrefum, hætta viðræðum, kanna stöðu þeirra og Evrópusambandis, ræða þá niður stöðu á þingi og í þriðja lagi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið. „Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Ef menn sækja um aðild að Evrópusambandinu þá vilja menn ganga í Evrópusambandið á forsendum þess og þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í Evrópusambandið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Yfirlett og nánast alltaf leyfi ég mér að segja er aðeins ein ástæða fyrir því að svona ferill er hindraður og það eru sérhagsmunir,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. En Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði stefnu ríkisstjórnarinnar skýra í þessum efnum. „Það er líka skýrt að það er vilji stjórnarflokkanna að ekki verði haldið áfram viðræðum nema að slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst auðvitað ekki ákvörðun um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvenær hún verði haldin,“ sagði Birgir. Semsagt, það er beðið eftir úttektum á stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins og að loknum umræðum um þær úttektir verður ef til vill og kannski boðað til einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira