Horfa á herþyrlur og herskip sem vel búin björgunartæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2014 19:00 Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar. Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar.
Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46
Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent