Sóley vill leiða lista Vinstri grænna í Reykjavík Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 17:51 Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, býður sig fram til að leiða áfram lista Vinstri grænna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Sóley hefur tarfað á vettvangi borgarstjórnar frá árinu 2006 og verið oddviti flokksins frá 2010. Tilkynningu Sóleyjar má lesa hér að neðan:„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til að leiða áfram lista Vinstri grænna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég hef starfað á vettvangi borgarstjórnar frá árinu 2006 og verið oddviti flokksins frá 2010. Á þessum tíma hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem getur komið samfélaginu til góða.Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hef ég lagt ríka áherslu á sanngirni sem borgarfulltrúi í minnihluta. Ég hef starfað af heilindum með öðrum borgarfulltrúum að þeim málum sem samrýmast stefnu Vinstri grænna en veitt harða mótspyrnu í öðrum málum. Aðalskipulag, atvinnu- og húsnæðisstefna borgarinnar eru dæmi um stefnumörkun sem hafa Vinstri grænni áherslur fyrir vikið. Dæmi um óráðlegar aðgerðir sem Vinstri græn töluðu gegn eru sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila sem fóru fram á kjörtímabilinu í óþökk skólasamfélagsins og foreldra og setja enn mark sitt á skólastarf í borginni. Á næsta kjörtímabili verður að vinna áætlun um gjaldfrelsi fyrir grunnþjónustu við börn. Það er einkennileg hugmyndafræði að rukka barnafjölskyldur um tugi og jafnvel hundruði þúsunda á hverjum mánuði umfram útsvarið fyrir jafn sjálfsagða þjónustu og leikskóla og skólamáltíðir. Nauðsynlegt er að endurskoða ágenga nýtingu Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu og beina orkuframleiðslu fyrirtækisins í átt frá löngu úreltri stóriðjustefnu. Þá er brýnt að endurskoða velferðarþjónustu borgarinnar frá grunni og tryggja að allir borgarbúar geti lifað með reisn. Þetta er ekki tæmandi listi, verkefni næsta kjörtímabils mörg og krefjandi. Stefna og hugmyndafræði Vinstri grænna er róttæk, kjörkuð og framsækin og til þess fallin að byggja betra samfélag. Það yrði mér sannur heiður að halda áfram að vinna með félögum mínum að því að tryggja sjónarmið Vinstri grænna við stjórn og rekstur borgarinnar." Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, býður sig fram til að leiða áfram lista Vinstri grænna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Sóley hefur tarfað á vettvangi borgarstjórnar frá árinu 2006 og verið oddviti flokksins frá 2010. Tilkynningu Sóleyjar má lesa hér að neðan:„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til að leiða áfram lista Vinstri grænna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég hef starfað á vettvangi borgarstjórnar frá árinu 2006 og verið oddviti flokksins frá 2010. Á þessum tíma hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem getur komið samfélaginu til góða.Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hef ég lagt ríka áherslu á sanngirni sem borgarfulltrúi í minnihluta. Ég hef starfað af heilindum með öðrum borgarfulltrúum að þeim málum sem samrýmast stefnu Vinstri grænna en veitt harða mótspyrnu í öðrum málum. Aðalskipulag, atvinnu- og húsnæðisstefna borgarinnar eru dæmi um stefnumörkun sem hafa Vinstri grænni áherslur fyrir vikið. Dæmi um óráðlegar aðgerðir sem Vinstri græn töluðu gegn eru sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila sem fóru fram á kjörtímabilinu í óþökk skólasamfélagsins og foreldra og setja enn mark sitt á skólastarf í borginni. Á næsta kjörtímabili verður að vinna áætlun um gjaldfrelsi fyrir grunnþjónustu við börn. Það er einkennileg hugmyndafræði að rukka barnafjölskyldur um tugi og jafnvel hundruði þúsunda á hverjum mánuði umfram útsvarið fyrir jafn sjálfsagða þjónustu og leikskóla og skólamáltíðir. Nauðsynlegt er að endurskoða ágenga nýtingu Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu og beina orkuframleiðslu fyrirtækisins í átt frá löngu úreltri stóriðjustefnu. Þá er brýnt að endurskoða velferðarþjónustu borgarinnar frá grunni og tryggja að allir borgarbúar geti lifað með reisn. Þetta er ekki tæmandi listi, verkefni næsta kjörtímabils mörg og krefjandi. Stefna og hugmyndafræði Vinstri grænna er róttæk, kjörkuð og framsækin og til þess fallin að byggja betra samfélag. Það yrði mér sannur heiður að halda áfram að vinna með félögum mínum að því að tryggja sjónarmið Vinstri grænna við stjórn og rekstur borgarinnar."
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira