Innlent

Lögreglan lýsir eftir Önnu Sigríði

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Sigríði Hannesdóttur sem fór frá heimili sínu þann 8. janúar síðastliðinn. Anna Sigríður er 16 ára, fædd 13. júní árið 1997.

Anna er 152 cm á hæð, grannvaxin og um 45 kíló. Hún er með skollitað hár og blá augu. Hún var klædd í dökkan jakka, bláar gallabuxur og í grænum strigaskóm þegar hún fór frá heimili sínu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar Anna er niðurkomin er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×