Hertogabaninn heiðraður Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2014 00:01 Heimsóttu fjölskyldugrafreitinn Novak Princip ásamt afa sínum, Nikola Princip, sem er bróðursonur Gavrilos. Þeir standa þarna við grafreit Princip-fjölskyldunnar í þorpinu Obljaj í Bosníu. „Hann lifði og dó fyrir hugsjón sína um að frelsa og sameina suður-slava. Megi hann hvíla í friði,“ segir Nikola Princip um föðurbróður sinn, hertogamorðingjann Gavrilo Princip. Nikola er orðinn 81 árs. Rétt eins og margir Serbar lítur hann hreint ekki á þennan fræga frænda sem skúrk og hryðjuverkamann, þótt heimsbyggðin sé annars almennt á þeirri skoðun að Gavrilo Princip hafi hrundið af stað fyrri heimsstyrjöldinni og þar af leiðandi þeirri seinni líka. Á laugardaginn kemur, þann 28. júní, verða liðin rétt hundrað ár frá því að Gavrilo Princip skaut erkihertogann Franz Ferdinand til bana úti á götu í Sarajevó. Erkihertoginn var þá fimmtugur og átti að erfa ríkið, taka við af frænda sínum Franz Jósef, sem var bæði Austurríkiskeisari og konungur Ungverjalands.Austurríki-Ungverjaland lýsti mánuði síðar yfir stríði á hendur Serbíu. Rússar gripu síðan til vopna til stuðnings vinum sínum í Serbíu, og Þjóðverjar skárust í leikinn til stuðnings Austurríki-Ungverjalandi. Brátt logaði meginland Evrópu í stríðsátökum sem stóðu í fjögur ár og kostuðu fjórtán milljónir manna lífið. Serbar neita hins vegar margir hverjir að fallast á þá söguskýringu að morðið á Franz Ferdinand hafi hrundið af stað einum versta hildarleik sögunnar. Princip var handtekinn og tekinn af lífi árið 1918. Í Júgóslavíu var hann alla tíð heiðraður sem þjóðhetja og í Serbíu verður honum gert hátt undir höfði nú þegar öld er liðin frá morðinu á erkihertoganum. Á laugardaginn stendur til að minnismerki um Princip verði reist í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Sams konar minnismerki verður einnig vígt í austurhluta Sarajevó. „Það liggja engar nýjar staðreyndir fyrir og það eina sem við getum er að túlka gömul skjöl upp á nýtt,“ hefur AP fréttastofan eftir sagnfræðingnum Draga Mastilovic, sem er serbneskur Bosníubúi. „Ættum við þá núna að fara að fallast á hina austurrísk-ungversku afstöðu að Serbía hafi komið þessu stríði af stað?“Frans Ferdinand og Sofía Erkihertogahjónin voru í heimsókn í Sarajevó þegar Gavrilo Princip varð þeim að bana.Hann sagðist þó vel skilja af hverju Þjóðverjar og Austurríkismenn vilji breiða út sína túlkun á þessum atburðum: „Það er ekki auðvelt að hafa það á samviskunni að hafa tvisvar sinnum á tuttugustu öld orðið valdur að alheimsblóðbaði.“ Það eru hins vegar fleiri en Þjóðverjar og Austurríkismenn sem vilja skella skuldinni á Gavrilo Princip og Serba almennt. „Hann var morðingi, hryðjuverkamaður,“ segir Halida Basic, 72 ára Bosníukona, sem efast ekki um ástæðu þess að nítján ára Serbi steig fram og framdi morð um hábjartan dag: „Hann gerði þetta vegna þess að hann vildi að Bosnía yrði partur af Stór-Serbíu,“ segir hún. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Hann lifði og dó fyrir hugsjón sína um að frelsa og sameina suður-slava. Megi hann hvíla í friði,“ segir Nikola Princip um föðurbróður sinn, hertogamorðingjann Gavrilo Princip. Nikola er orðinn 81 árs. Rétt eins og margir Serbar lítur hann hreint ekki á þennan fræga frænda sem skúrk og hryðjuverkamann, þótt heimsbyggðin sé annars almennt á þeirri skoðun að Gavrilo Princip hafi hrundið af stað fyrri heimsstyrjöldinni og þar af leiðandi þeirri seinni líka. Á laugardaginn kemur, þann 28. júní, verða liðin rétt hundrað ár frá því að Gavrilo Princip skaut erkihertogann Franz Ferdinand til bana úti á götu í Sarajevó. Erkihertoginn var þá fimmtugur og átti að erfa ríkið, taka við af frænda sínum Franz Jósef, sem var bæði Austurríkiskeisari og konungur Ungverjalands.Austurríki-Ungverjaland lýsti mánuði síðar yfir stríði á hendur Serbíu. Rússar gripu síðan til vopna til stuðnings vinum sínum í Serbíu, og Þjóðverjar skárust í leikinn til stuðnings Austurríki-Ungverjalandi. Brátt logaði meginland Evrópu í stríðsátökum sem stóðu í fjögur ár og kostuðu fjórtán milljónir manna lífið. Serbar neita hins vegar margir hverjir að fallast á þá söguskýringu að morðið á Franz Ferdinand hafi hrundið af stað einum versta hildarleik sögunnar. Princip var handtekinn og tekinn af lífi árið 1918. Í Júgóslavíu var hann alla tíð heiðraður sem þjóðhetja og í Serbíu verður honum gert hátt undir höfði nú þegar öld er liðin frá morðinu á erkihertoganum. Á laugardaginn stendur til að minnismerki um Princip verði reist í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Sams konar minnismerki verður einnig vígt í austurhluta Sarajevó. „Það liggja engar nýjar staðreyndir fyrir og það eina sem við getum er að túlka gömul skjöl upp á nýtt,“ hefur AP fréttastofan eftir sagnfræðingnum Draga Mastilovic, sem er serbneskur Bosníubúi. „Ættum við þá núna að fara að fallast á hina austurrísk-ungversku afstöðu að Serbía hafi komið þessu stríði af stað?“Frans Ferdinand og Sofía Erkihertogahjónin voru í heimsókn í Sarajevó þegar Gavrilo Princip varð þeim að bana.Hann sagðist þó vel skilja af hverju Þjóðverjar og Austurríkismenn vilji breiða út sína túlkun á þessum atburðum: „Það er ekki auðvelt að hafa það á samviskunni að hafa tvisvar sinnum á tuttugustu öld orðið valdur að alheimsblóðbaði.“ Það eru hins vegar fleiri en Þjóðverjar og Austurríkismenn sem vilja skella skuldinni á Gavrilo Princip og Serba almennt. „Hann var morðingi, hryðjuverkamaður,“ segir Halida Basic, 72 ára Bosníukona, sem efast ekki um ástæðu þess að nítján ára Serbi steig fram og framdi morð um hábjartan dag: „Hann gerði þetta vegna þess að hann vildi að Bosnía yrði partur af Stór-Serbíu,“ segir hún.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent