Innlent

1.500 manns hafa ekki sótt um lífeyri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Tryggingastofnunar hafa um 1500 manns, 70 ára og eldri, ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þó réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi.

Tryggingastofnun sendir þessa dagana út bréf til landsmanna sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum.

Allir sem eru orðnir 67 ára sem hafa búið og starfað á Íslandi í tilskilinn tíma og eru með árstekjur undir 4.268.612 kr. eiga rétt á ellilífeyri.

Greiðslur frá almennum lífeyrissjóðum hafa ekki áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Til að fá greiðslur þarf að sækja um og skila tekjuáætlun.

Hægt er að fresta umsókn um lífeyri. Við það hækka lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót um 0,5% fyrir hvern mánuð sem frestað er í allt að fimm ár, eða til 72 ára aldurs. Þótt réttur til lífeyris sé ekki fyrir hendi við 67 ára aldur er mikilvægt að fylgjast með þróun tekna því réttindi geta skapast þegar tekjur lækka. Með umsókn er fresturinn rofinn.

Hægt er að nálgast eyðublöð á vefsíðu TR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×