Innlent

Lögmaður segir ráðuneytið vanhæft í máli Tony Omos

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögmaður Omos, t.v., kveður réttindi hans hafa verið brotin við meðferð málsins. Hanna Birna, t.h. tekur enga ábyrgð á lekanum.
Lögmaður Omos, t.v., kveður réttindi hans hafa verið brotin við meðferð málsins. Hanna Birna, t.h. tekur enga ábyrgð á lekanum.
Lögmaður Tony Omos,  Stefán Karl Kristjánsson, sagði við fyrirtöku máls hans í dag fyrir héraðsdómi að innanríkisráðuneytið væri nú vanhæft til að fjalla um mál Omos. En Omos stefndi ríkinu eftir að honum var synjað um hæli hér á landi.

Telur lögmaður hans einnig að hann hafi verið beittur ranglæti af hálfu ráðuneytisins við úrlausn og meðferð málsins eins og fram hefur komið hér á Vísi. Nú hefur grundvöllur málsins skiljanlega breyst lítillega eftir að fram er komið að lögregla telur rökstuddur grunur væri fyrir því að ónefndir starfsmenn innanríkisráðuneytisins hefðu lekið minnisblaði um mál hælisleitandans til fjölmiðla.

Ekki var hægt að lýsa gagnaöflun í málinu lokinni en það var tilgangur fyrirtöku þess í dag. Sagðist Stefán Karl ekki hafa fengið það staðfest frá ríkissaksóknara hvort starfsmenn ráðuneytisins, og þá hverjir, hefðu réttarstöðu grunaðra í lekamálinu. Geti hann ekki haldið áfram með málið vegna þessa. Hann verði að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu. Ekki liggi einu sinni fyrir hvort að sá sem skrifaði undir úrskurð þess efnis að vísa ætti Tony Omos úr landi sé einn af þeim sem liggja undir grun fyrir lekann sem telst brot í opinberu starfi.

Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur neitað að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu.“ 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.