Lífið

Survivor-parið eignast fjórða barnið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Survivor-parið Rob og Amber Mariano eignaðist fjórða barnið sitt saman síðastliðinn föstudag.

Rob tilkynnti um fæðingu barnsins á Twitter-síðu sinni og hefur litla hnátan fengið nafnið Adelina Rose.

Er þetta fjórða stúlkan sem parið eignast en fyrir eiga þau Luciu, fjögurra ára, Carinu, þriggja ára og Isabettu, tveggja ára. Allar bera þær millinafnið Rose.

„Lucia Rose, Carina Rose og Isabetta Rose eru meira en spenntar að bjóða nýju systur sína Adelina Rose velkomna,“ skrifar Rob á Twitter.

Rob og Amber kynntust í sérstökum stjörnuþætti af Survivor árið 2003 og kepptu síðar sem par í The Amazing Race. Þau gengu í það heilaga árið 2005.



Systurnar spenntar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.