Feitir hestar Ólafur Jóhann Ólafsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Feitir hestar eru fáséðir í bókaútgáfu. Það er ekkert nýtt og á við stærri lönd og fjölmennari en Ísland. Gamalreyndir menn í bransanum hér í Bandaríkjunum halda því fram að útgáfa bóka hafi aldrei verið arðsöm iðja enda til hennar stofnað af ástríðu fremur en draumum um ríkidæmi. Í gegnum tíðina hafa stórfyrirtæki tekið upp á því að kaupa bókaforlög og reynt að reka eins og aðra starfsemi en flest selt þegar þeim brást bogalistin. Nú er svo komið, jafnvel á stórum málsvæðum, að bókaforlög keppast við að skera niður kostnað og sameinast til hagræðingar eins og jafnan tíðkast þegar hallar undan fæti. Á Íslandi hefur þessi iðja alltaf verið basl. Ég hef fylgst með henni frá blautu barnsbeini, séð forlög koma og fara – Iðunni, Örn og Örlyg, Almenna bókafélagið, Svart á hvítu, Bókaútgáfu Menningarsjóðs – renna saman og undir nýja hatta – Helgafell, Mál og menningu, Forlagið, Bjart. Undanfarna mánuði munu tvö forlög hafa lagt upp laupana þrátt fyrir elju og góðan ásetning. Og ekki skrifa rithöfundarnir bækur til að verða ríkir. Eitthvað annað knýr þá til verka og njóta lesendur góðs af. Sem betur fer geta þeir sótt um starfslaun, án þeirra væri borin von að margar bækur litu dagsins ljós. Undirrituðum hefur stundum verið bent á að honum hafi tekist að stunda ritstörf án þess að þurfa á starfslaunum að halda og fylgja jafnan efasemdir um að þessi framlög hins opinbera séu nauðsynleg. Mér þykir ekki mikið til þessarar röksemdafærslu koma enda eru aðstæður mínar undantekning. Nú kann sumum að finnast skriftir og bókaútgáfa litlu máli skipta og skilja ekki til hvers er verið að mylja undir þá starfsemi, eins og stundum er komist að orði. Ekki ætla ég að segja neitt ljótt um þær skoðanir enda er mönnum frjálst að hugsa sitt og segja frá því. En þeir eru líklega fleiri sem telja ritlistina samofna tilvist okkar Íslendinga og eiga auðvelt með að færa rök fyrir því að án hennar værum við fátækari í nær öllum skilningi.Misráðið En hvað sem fólki finnst um þrenninguna sönnu og einu sem Snorri Hjartarson kvað um þá ættu allir að geta glaðst yfir nýjum upplýsingum frá Ágústi Einarssyni hagfræðiprófessor sem sýnt hefur fram á að á þessu ári er framlag ritlistar til verðmætasköpunar á Íslandi um tuttugu og sjö milljarðar króna, eða hálft annað prósent af landsframleiðslu, og störf sem tengjast ritlist um þrjú þúsund talsins. Hins vegar er ekki eins ánægjuleg sú niðurstaða prófessorsins að framlög hins opinbera til ritlistar séu skammarlega lág, eins og hann kemst að orði. Eins og góðum hagfræðingum er tamt sýnir hann fram á með formúlum og reikningi að aukin fjárfesting myndi skapa meiri verðmæti og blómlegri bú. Það væri misráðið af ráðamönnum að hugleiða hækkun virðisaukaskatts á bækur því hún getur ekki haft neitt gott í för með sér, hvorki andlegt né veraldlegt. Það þarf ekki flóknar formúlur til að sýna fram á að fjárhagslegur ávinningur yrði lítill sem enginn til skamms tíma og tjón mjög líklegt til langs tíma. Nær væri að lækka enn álögur á bækur og þar með bókaverð. Ritstörf á Íslandi eru ævintýramennska sem rennt hefur stoðum undir tilveru okkar og færir líka björg í bú. Ég þykist viss um að þegar ráðamenn taka sér hlé frá önnum dagsins og þenkja og álykta í friði og ró komist þeir að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast sé að fjárfesta í ævintýramennskunni.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun