Innlent

„Hvernig á að sofa hjá Íslendingi“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Samkvæmt pistlinum er vænlegt að byrja að drekka seint, helst eftir miðnætti, og bíða inni á einhverjum af helstu skemmtistöðum landsins fram að lokum.
Samkvæmt pistlinum er vænlegt að byrja að drekka seint, helst eftir miðnætti, og bíða inni á einhverjum af helstu skemmtistöðum landsins fram að lokum. Vísir/Getty
Á vefsíðunni Guide to Iceland má finna upplýsingar um hvernig á að sofa hjá Íslendingi. Pistilinum virðist beint til erlendra ferðamanna sem vilja næla sér í rekkjunaut á næturlífinu, en Elmar Johnson er titlaður höfundur hans.

Samkvæmt pistlinum er vænlegt að byrja að drekka seint, helst eftir miðnætti, og bíða inni á einhverjum af helstu skemmtistöðum landsins fram að lokum. „Dansaðu þar til gólfið tæmist, inni á B5, Kaffibarnum, Boston eða á Prikinu. Væntanlega mun falleg stúlka eða fallegur drengur sjá þig,“ segir í pistlinum, sem Akureyri Vikublað vakti athygli á í morgun.

Veitingastaðir, eftir klukkan þrjú, eru einnig taldir líklegar veiðilendur. Þar eru „stefnumót skipulögð og fólk girnist hvort annað yfir pizzusneiðum þöktum í hvítlauksolíu.“

Mikilvægt þykir að taka niður símanúmer þeirra sem maður hittir um tvöleytið og fyrr, því það þykir alltof snemmt til þess að fara heim eða í eftirpartí. Mælt er með því að senda sms-skilaboð um klukkustund síðar og komast þannig að því hvort hinn aðilinn beri sama hug til manns. 

„Á Íslandi eru fullt af stöðum þar sem hægt er að finna ástina. Inni á stöðunum er blanda af allskyns fólki; listamönnum, fræðimönnum, atvinnulausum og viðskiptamönnum. Ríkir og fátækirr, ungir og gamlir – allir skella sér á sömu staðina til þess að fara á fyllerí,“ segir í inngangi pistilsins.

187 þúsund manns fylgja Facebook-síðu Guide to Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×