Innlent

Sömdu lag um skipverja sem fórust

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Viðar Arnarson og Íris Edda Jónsdóttir
Viðar Arnarson og Íris Edda Jónsdóttir
Þann 13. mars 2007 var Björg Hauks ÍS 127 á siglingu til hafnar á Ísafirði. Bátnum hvolfdi, og báðir skipverjar fórust. Skipverjarnir hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson.

„Þeir áttu ekki að fara út. Annar eigandi bátsins veiktist og voru þeir búnir að flauta túrinn af,“ segir Viðar Arnarsoní viðtali við Bítið á Bylgjunni í dag.

Á leið til hafnar var báturinn óstöðugur og ákváðu skipverjarnir að létta hann. Þeir voru þá staddir undan Skálavík og köstuðu aflas em laus var á þilfarinu fyrir borð. Við það mun báturinn hafa verið betri í sjó.

„Skömmu síðar gerist eitthvað, sennilega brot. Það var ágætis veður en það getur alltaf komið undiralda.“

Íris Edda Jónsdóttir og Viðar Arnarson sömdu lag um skipverjana sem fórust. Lagið var samið í samvinnu við móður Eiríks Þórðarsonar, skipverja. Lagið er hægt að hlusta á hér að ofan. Lagið ber nafnið Sonarmissir og hægt er að lesa textann hér að neðan.

Hún situr við símann

starir á blettinn

á veggnum sem engin gat séð

með hjartað sitt kramið

getur tárin ei hamið

hvernig gat þetta, allt saman skeð.

Það var kalt þennan morgun

tveir héldu á veiðar

spáin var ekki svo slæm

með nægan forðann

svo blés hann af norðan

engin veit, hvort veiðin var góð eða dræm.

Hana langar soninn sinn

sjá, ef auðnast kynni

lófa strjúka um kalda kinn

kannski í hinsta sinni.

Það var eins og væru

veðurguðir að ærast

í eyrum var einhver kliður

hennar hugur var dofin

svo var þögnin rofin

þeir voru báðir, víst farnir niður.

 

Svona hefur það verið

síðan fyrir löngu

sem ei verður yfirstaðið

Að engin var björgun

hún er ein af mörgum

sem sá á eftir, sínum syni í hafið.

 

Hana langar soninn sinn

sjá, ef auðnast kynni

lófa strjúka um kalda kinn

kannski í hinsta sinni.

Það var einsog væru

veðurguðir að ærast

í eyrum var einhver kliður

hennar hugur var dofinn

svo var þögnin rofin

þeir voru báðir, víst farnir niður.

Lag: Íris Edda Jónsdóttir

Texti: Viðar Arnarson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×