Innlent

"Gott miðað við að við erum í meirihluta“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
"Það sem er ljóst er að meirihlutinn heldur,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
"Það sem er ljóst er að meirihlutinn heldur,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
„Ég er alveg í skýjunum, við náðum settu markmiði að bæta við okkur manni og þetta er 25% aukning á fylgi sem verður að teljast gott miðað við að við erum í meirihluta,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi í samtali við Vísi.Miðað við fyrstu tölur bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum bæjarfulltrúa, fer úr fjórum í fimm og hefur 38 prósenta fylgi.

„Ég sagði að ég legði störf mín í dóm kjósenda og ég lít á það þannig að þeir séu sáttir við mín störf sem bæjarstjóra en fyrst og fremst er þetta glæsilegur listi og öflug liðsheild sem er grunnurinn að þessum sigri,“ segir Ármann.Aðspurður um hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda áfram meirihluta samstarfi með Framsóknarflokknum í Kópavogi vill Ármann lítið gefa upp að svo stöddu.„Þetta eru bara fyrstu tölur þannig að ég tjái mig ekki um það á þessu stigi en það sem er ljóst er að meirihlutinn heldur,“ segir Ármann að lokum.Á síðasta kjörtímabili var meirihlutinn skipaður bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista. Y-listinn bíður ekki fram að þessu sinni en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá samtals sex bæjarfulltrúa af ellefu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.