Kærustuparið Tiger Woods og Lindsey Vonn byrjuðu aftur að stunda sínar íþróttir á ný um helgina en með misjöfnum árangri.
Á meðan Tiger lenti í síðasta sæti á sínu móti gerði Vonn sér lítið fyrir og vann brunkeppnina á heimsbikarmóti í Kanada. Hún fékk svo silfur í risasvigi.
Tiger gladdist með unnustu sinni.
„Þetta var frábært. Henni líður betur og sjálfstraustið er komið aftur hjá henni," sagði Tiger en Vonn hefur verið frá í fjóra mánuði vegna meiðsla.
„Þetta var ótrúleg frammistaða hjá henni. Hún er kominn aftur á þann stað sem hún á heima á."
Tiger stoltur af kærustunni

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn



Blóðgaði dómara
Körfubolti


Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn