Innlent

Læknar boða verkfallsaðgerðir eftir áramót

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hver verkfallslota mun ná yfir fjórar vikur og starfseiningar, sem verkfall nær til hverju sinni, verða í verkfalli í fjóra daga í senn, frá mánudegi til fimmtudags.
Hver verkfallslota mun ná yfir fjórar vikur og starfseiningar, sem verkfall nær til hverju sinni, verða í verkfalli í fjóra daga í senn, frá mánudegi til fimmtudags. Vísir/Ernir
Læknar hafa samþykkt frekari verkfallsaðgerðir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015.

Náist ekki samningar fyrir 5. janúar næstkomandi munu læknar hefja nýjar lotur verkfalla. Hver verkfallslota mun ná yfir fjórar vikur og starfseiningar, sem verkfall nær til hverju sinni, verða í verkfalli í fjóra daga í senn, frá mánudegi til fimmtudags.

Tæplega 85% atkvæðisbærra lækna tók þátt í kosningunni um frekari verkfallsaðgerðir og samþykktu tæplega 98% að fara í verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×