Innlent

Fyrrverandi formaður SUF: Segir Framsókn ala á útlendingaandúð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Haukur Logi Karlsson veltir því upp hvort sigur Framsóknar hafi verið of dýru verði keyptur.
Haukur Logi Karlsson veltir því upp hvort sigur Framsóknar hafi verið of dýru verði keyptur. Vísir/Daníel
„Það er ekki nægilegt að afgreiða málflutning oddvitans sem útúrsnúning fjölmiðla. Hún daðraði ítrekað af ásetningi við hugmyndaheim sem stenst enga vitræna skoðun,“ skrifar Haukur Logi Karlsson fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna í pistli á DV í dag.

Hann segir úrslit borgarstjórnarkosninganna líklegast hafa í för með sér innspýtingu í innra starf Framsóknarflokksins í Reykjavík sem er flokknum mikilvæg á landsvísu þar sem með tveimur borgarfulltrúum gefist flokksmönnum kostur á því að sinna nefndarstörfum fyrir borgina.

„Ég held reyndar að sterkt flokksstarf í Reykjavík sé lykillinn að því að snúa ofan af Evrópusambandsandúðinni sem yfirtekið hefur flokkinn síðustu misserin.“

Hann veltir því hins vegar upp hvort sigurinn hafi verið of dýru verði keyptur.

„Ég held að flestir rótgrónir Framsóknarmenn geti ekki felt sig við að tilheyra flokki sem elur á útlendingaandúð. Ég get það ekki í það minnsta, enda hef ég verið útlendingur sjálfur hér og þar í Evrópu síðustu árin.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.