Brady hafði betur gegn Manning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:21 Vísir/Getty Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sjá meira