Kjör kennara eru fíllinn í stofunni Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2014 13:49 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, var meðal gesta í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun mynd/stefán Bæjarstjórinn í Hveragerði segir að sveitarfélögum hafi gengið vel að greiða niður skuldir og hafi lagt metnað sinn í að bæta fjárhagsstöðu sína. Formaður borgarráðs segir skólamál verða eitt af meginmálunum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og bæta þurfi kjör kennara.Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs, Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu helstu mál fyrir kosningarnar næsta vor. Aldís sagði mikilvægt að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaga og þeim hafi flestum terkist að ná miklum árangri. „Og sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið eiga hrós skilið fyrir hvernig tekið var á. Það var strax gripið með markvissum hætti inn í rekstur sveitarfélaga til að tryggja til að tryggja grunnþjónustuna eins og var vinsælt að orða það. Það tókst að sigla í gegnum þssa brimskafla þannig að íbúar almennt fundu ekki mikið fyrir því,“ segir Aldís. Settar hafi verið fjármálareglur og skuldaþak sem sveitarstjórnarmenn leggja metnað sinn í að ná. Dagur segir að menntamálin verði eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. Þar þurfi að huga sérstaklega að líðan drengja í skólunum því rannsóknir sýni að þeim líði mörgum illa og þeim gangi ver í námi en stúlkum. „Það virðist vera eitthvað í skólastofunni eða hvernig við höfum skipulagt skólann kannski í gegnum áratugina henti ekki til að laða fram hæfileika hjá öllum strákum, meira heldur en hjá stelpum,“ segir Dagur. Nauðsynlegt væri að menn færu að ræða fílinn í stofunni. „Að kjör kennara skipta þarna máli. Þetta er svolítið eins og að ræða landbúnaðarkerfið. Það tekur til sín gríðarlega peninga án þess að bændur séu endilega ríkir. Ég held að það þurfi að endurhugsa skólakerfið, hvernig það er skipulagt, hvernig fjármunum er varið, hvernig vinnutíma kennara er hagað þannig að það verði meira eftir hjá kennurunum, en við náum meiri árangri og fáuum betri skóla,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Bæjarstjórinn í Hveragerði segir að sveitarfélögum hafi gengið vel að greiða niður skuldir og hafi lagt metnað sinn í að bæta fjárhagsstöðu sína. Formaður borgarráðs segir skólamál verða eitt af meginmálunum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og bæta þurfi kjör kennara.Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs, Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu helstu mál fyrir kosningarnar næsta vor. Aldís sagði mikilvægt að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaga og þeim hafi flestum terkist að ná miklum árangri. „Og sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið eiga hrós skilið fyrir hvernig tekið var á. Það var strax gripið með markvissum hætti inn í rekstur sveitarfélaga til að tryggja til að tryggja grunnþjónustuna eins og var vinsælt að orða það. Það tókst að sigla í gegnum þssa brimskafla þannig að íbúar almennt fundu ekki mikið fyrir því,“ segir Aldís. Settar hafi verið fjármálareglur og skuldaþak sem sveitarstjórnarmenn leggja metnað sinn í að ná. Dagur segir að menntamálin verði eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. Þar þurfi að huga sérstaklega að líðan drengja í skólunum því rannsóknir sýni að þeim líði mörgum illa og þeim gangi ver í námi en stúlkum. „Það virðist vera eitthvað í skólastofunni eða hvernig við höfum skipulagt skólann kannski í gegnum áratugina henti ekki til að laða fram hæfileika hjá öllum strákum, meira heldur en hjá stelpum,“ segir Dagur. Nauðsynlegt væri að menn færu að ræða fílinn í stofunni. „Að kjör kennara skipta þarna máli. Þetta er svolítið eins og að ræða landbúnaðarkerfið. Það tekur til sín gríðarlega peninga án þess að bændur séu endilega ríkir. Ég held að það þurfi að endurhugsa skólakerfið, hvernig það er skipulagt, hvernig fjármunum er varið, hvernig vinnutíma kennara er hagað þannig að það verði meira eftir hjá kennurunum, en við náum meiri árangri og fáuum betri skóla,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira