Hljómsveitin Eurythmics kemur saman í fyrsta sinn síðan árið 2000. Annie Lennox og Dave Stewart ætla að spila saman Bítlaábreiður á tónleikum sem eru tileinkaðir Bítlunum.
Tónleikarnir fara fram þann 27. janúar í Los Angeles. Alicia Keys, John Legend og Maroon 5 koma einnig fram á tónleikunum.
Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikum Eurythmics frá árinu 1987, að flytja smellinn Sweet Dreams.