Lífið

Viðtalsmeðferðir hjá Lenu Dunham

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þættirnir Girls hafa notið mikilla vinsælda.
Þættirnir Girls hafa notið mikilla vinsælda.
Eftir að sjónvarpsstöðin HBO pantaði fjórðu þáttaröðina af Girls fóru framleiðendur að taka viðtöl við upprennandi höfunda til að viða að sér efni fyrir þættina.

Einn af þessum höfundum móðgaðist, og hefur áhyggjur af því að þeir höfundar sem taka þátt komi ekki til með að deila heiðrinum af því að skrifa þættina með Lenu Dunham að neinu verulegu leyti.

Þetta kemur fram á heimasíðu Page Six. Þessi höfundur, sem kemur ekki fram undir nafni, hæddist að verkefninu og spurði hvort líf Lenu væri orðið svo mikill draumur að hún gæti ekki lengur byggt þættina á eigin reynslu.

Hún þyrfti að ráða fátæka höfunda í eins konar viðtalsmeðferð til að fá innblástur að nýju efni í þáttinn.

Jenni Konner, einn af framleiðendum þáttanna, segir að ráðningar á vegum þáttarins séu í engu frábrugðnar öðrum sjónvarpsþáttum.

Jenni segist ekki hafa hugmynd um hvað það merki að vera í viðtalsmeðferð hjá Lenu Dunham, en það hljómi skemmtilega og hún væri alveg til í að prófa það.

Talsmaður HBO vill meina að aðstandendur þáttanna vilji einfaldlega vera með á nótunum. Ekki vegna þess að líf Lenu sé orðið svo æðislegt, heldur til að fá nýjar raddir í þáttinn, og höfundarréttur allra verði virtur samkvæmt samningum frá The Writers Guild of America.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.