Innlent

Vel heppnað kertakvöld á Akureyri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það er ekki ofsögum sagt að fallegt hafi verið að sjá bæinn upplýstan með kertum í nýföllnum snjónum.
Það er ekki ofsögum sagt að fallegt hafi verið að sjá bæinn upplýstan með kertum í nýföllnum snjónum. vísir/
Kertin fengu að njóta sín í afar fallegu veðri á kertakvöldi á Akureyri í gærkvöld. Fjöldi fólks sótti athöfnina sem heppnaðist afar vel og lék veðrið við gesti miðbæjarins. Það er því ekki ofsögum sagt að fallegt hafi verið að sjá bæinn upplýstan með kertum í nýföllnum snjónum.

Kvæðamannafélagið Gefjun kvað jólavísur og kvæði í anda liðinna jóla og meðlimir ungmennaráðs Akureyrar léku einnig fyrir gesti bæjarins.

Í dag klukkan 15 munu jólasveinar skemmta í Krónunni og áhugasömum verður boðið upp á ókeypis myndatöku með þeim. Þá mun verður haldin ljósmyndasýning á Minjasafninu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×