Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson var í kynningarferð fyrir bardagakvöldið í Stokkhólmi á dögunum. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar er aðalstjarna kvöldsins. Gunnar og Story voru báðir til viðtals í hlaðvarpsþætti breska blaðamannsins Gareth A Davies sem skrifað hefur um hnefaleika og blandaðar bardagalistir (e. MMA) í rúma tvo áratugi. Davies er einnig með MMA-sjónvarpsþátt á BT Sport. „Þetta er alveg frábært. Ég er virkilega spenntur. Það er algjör draumur að berjast í aðalbardaganum hjá frændum mínum hérna í Svíþjóð,“ sagði Gunnar sem var staddur í Svíþjóð þegar Davis heyrði í honum hljóðið.Gunnar hengdi Zak Cummings í annarri lotu í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyBretinn var virkilega áhugasamur um eldfjallavirkni á Íslandi, en hann eins og allir aðrir bíður enn eftir að Bárðarbunga fari að gjósa. „Ég fór einmitt í mótorhjólaferð yfir hálendið á dögunum og við keyrðum framhjá eldfjallinu. Þessi staður verður líklega aldrei eins aftur og þegar ég var þar,“ sagði Gunnar. Aðspurður hvort það mætti búast við íslensku eldgosi í Stokkhólmi þann 4. október svaraði Gunnar: „Ekki spurning. Það er nákvæmlega þannig.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við, en hann hefur unnið tíu af 16 bardögum sínum í UFC. Hvernig hyggst Gunnar undirbúa sig? „Eins og ég undirbý mig alltaf. Ég er alltaf að þróa minn leik og ég verð alltaf betri í öllum þáttum íþróttarinnar.“ „Rick er sterkur glímumaður, fljótur og höggþungur. Hann getur neglt þig niður hvenær sem er sem gerir hann hættulegan. Ég er virkilega spenntur fyrir því að takast á við hann,“ sagði Gunnar. Gunnar stefndi að því að fara til Las Vegas í æfingabúðir með ConorMcGregor fyrir bardagann í Stokkhólmi, en breyting er á. „Við ætluðum til Las Vegas en æfingabúðirnar verða í Dyflinni þar sem ég og CathalPendart berjumst báðir í Svíþjóð. Við munum æfa í Dyflinni og Conor ætlar aðeins seinna en áætlað var til Vegas. Ég fer bara til Vegas eftir þennan bardaga.“Rick Story.vísir/gettyRick Story, hinn þrítugi mótherji Gunnars í Stokkhólmi, hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum og er ekki á topp 15 listanum í veltivigtinni. Davies spurði Bandaríkjamanninn beint út hvort hann væri einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð.“ Þó Story sé kallaður „The Horror Story“ eða hryllingssagan er hann rólegur maður. Því er ekki búist við látum þegar þeir hittast í myndatökum og vigtun fyrir bardagann. „Nei, ég fer ekki inn í bardaga í neinum illindum. Frá mínum bæjardyrum séð er Gunnar virkilega ljúfur gaur,“ sagði hann. Bandaríkjamaðurinn er spenntur fyrir tækifærinu að berjast við Gunnar. „Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna í þessum baradaga,“ sagði Rick Story.Viðtalið við Gunnar er frá 01:37-11:44 og viðtalið við Rick Story frá 54:47-1:07:22 í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi 4. október, en þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar er aðalstjarna kvöldsins. Gunnar og Story voru báðir til viðtals í hlaðvarpsþætti breska blaðamannsins Gareth A Davies sem skrifað hefur um hnefaleika og blandaðar bardagalistir (e. MMA) í rúma tvo áratugi. Davies er einnig með MMA-sjónvarpsþátt á BT Sport. „Þetta er alveg frábært. Ég er virkilega spenntur. Það er algjör draumur að berjast í aðalbardaganum hjá frændum mínum hérna í Svíþjóð,“ sagði Gunnar sem var staddur í Svíþjóð þegar Davis heyrði í honum hljóðið.Gunnar hengdi Zak Cummings í annarri lotu í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyBretinn var virkilega áhugasamur um eldfjallavirkni á Íslandi, en hann eins og allir aðrir bíður enn eftir að Bárðarbunga fari að gjósa. „Ég fór einmitt í mótorhjólaferð yfir hálendið á dögunum og við keyrðum framhjá eldfjallinu. Þessi staður verður líklega aldrei eins aftur og þegar ég var þar,“ sagði Gunnar. Aðspurður hvort það mætti búast við íslensku eldgosi í Stokkhólmi þann 4. október svaraði Gunnar: „Ekki spurning. Það er nákvæmlega þannig.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við, en hann hefur unnið tíu af 16 bardögum sínum í UFC. Hvernig hyggst Gunnar undirbúa sig? „Eins og ég undirbý mig alltaf. Ég er alltaf að þróa minn leik og ég verð alltaf betri í öllum þáttum íþróttarinnar.“ „Rick er sterkur glímumaður, fljótur og höggþungur. Hann getur neglt þig niður hvenær sem er sem gerir hann hættulegan. Ég er virkilega spenntur fyrir því að takast á við hann,“ sagði Gunnar. Gunnar stefndi að því að fara til Las Vegas í æfingabúðir með ConorMcGregor fyrir bardagann í Stokkhólmi, en breyting er á. „Við ætluðum til Las Vegas en æfingabúðirnar verða í Dyflinni þar sem ég og CathalPendart berjumst báðir í Svíþjóð. Við munum æfa í Dyflinni og Conor ætlar aðeins seinna en áætlað var til Vegas. Ég fer bara til Vegas eftir þennan bardaga.“Rick Story.vísir/gettyRick Story, hinn þrítugi mótherji Gunnars í Stokkhólmi, hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum og er ekki á topp 15 listanum í veltivigtinni. Davies spurði Bandaríkjamanninn beint út hvort hann væri einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð.“ Þó Story sé kallaður „The Horror Story“ eða hryllingssagan er hann rólegur maður. Því er ekki búist við látum þegar þeir hittast í myndatökum og vigtun fyrir bardagann. „Nei, ég fer ekki inn í bardaga í neinum illindum. Frá mínum bæjardyrum séð er Gunnar virkilega ljúfur gaur,“ sagði hann. Bandaríkjamaðurinn er spenntur fyrir tækifærinu að berjast við Gunnar. „Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna í þessum baradaga,“ sagði Rick Story.Viðtalið við Gunnar er frá 01:37-11:44 og viðtalið við Rick Story frá 54:47-1:07:22 í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56