Danshaldið er að víkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 14:00 Jón Pétur og Kara voru fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og hafa dansað saman og kennt í áratugi. Fréttablaðið/Andri Marinó „Skólinn var stofnaður 28. ágúst 1989 og þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir Kara Arngrímsdóttir, annar eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þegar haft er orð á að dansinn haldi eigendunum greinilega ungum segir hún glaðlega að það hljóti bara að vera. „Ég segi það alltaf við mig þegar ég kíki í spegilinn á morgnana!“ Svo er hún beðin að rekja upphafið. „Fyrsta Íslandsmeistaramót í samkvæmisdansi var haldið 1986. Við Jón Pétur ákváðum að taka þátt í því og byrjuðum þá að dansa saman. Eftir það vorum við fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og þegar við vorum búin að taka danskennarapróf 1989 hjá Sigurði Hákonarsyni langaði okkur að stofna dansskóla og gerðum það, alveg græn. Ég held við höfum ekki séð fyrir okkur þá að við yrðum enn að 25 árum síðar en þetta hefur gengið vel og maðurinn minn hefur verið með okkur í rekstrinum.“ Kara segir dansmenninguna hafa breyst mikið. „Það er að deyja út að fólk fari út bara til að dansa. Enda eru ekki einu sinni til hús með sæmilegu dansgólfi nema í félagsheimilum úti á landi, þannig að dansinn er mun minni þáttur í félagslífi almennings en var.“En hvar fær fólk sem lærir hjá ykkur útrás fyrir sína kunnáttu á dansgólfinu? „Aðallega í dansskólanum. Fólk kemur í danstíma einu sinni í viku yfir veturinn og við erum með einn dansleik á hvorri önn og stundum opnar æfingar þess á milli.“ Kara segir dansinn alltaf að breytast. „Með diskóinu fór fólk að dansa hvert í sínu lagi og nú dansar það þannig í hringjum og grúppum. En danshaldið er að víkja. Ég tel það afturför því að dansa saman tvö og tvö eflir félagsþroska ungs fólks og dregur úr feimni. Fyrir utan hvað kunnátta í dansi veitir mikið sjálfsöryggi.“ Telur hún vangadansinn í hættu? „Nei, ég held nú ekki. En það getur verið erfiðara að stíga slík skref þegar fólk er bara að dansa í hring.“ Skólinn er í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Þar verður opið hús á laugardaginn milli 13 og 15. Kara segir verða boðið upp á danssýningar og einhverjar veitingar. „Okkur langar að sjá fólk sem var hjá okkur fyrir 25 árum, þá sem eru hjá okkur núna og hafa verið í millitíðinni og líka einhverja sem langar að koma og læra að dansa.“ Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Skólinn var stofnaður 28. ágúst 1989 og þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir Kara Arngrímsdóttir, annar eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þegar haft er orð á að dansinn haldi eigendunum greinilega ungum segir hún glaðlega að það hljóti bara að vera. „Ég segi það alltaf við mig þegar ég kíki í spegilinn á morgnana!“ Svo er hún beðin að rekja upphafið. „Fyrsta Íslandsmeistaramót í samkvæmisdansi var haldið 1986. Við Jón Pétur ákváðum að taka þátt í því og byrjuðum þá að dansa saman. Eftir það vorum við fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og þegar við vorum búin að taka danskennarapróf 1989 hjá Sigurði Hákonarsyni langaði okkur að stofna dansskóla og gerðum það, alveg græn. Ég held við höfum ekki séð fyrir okkur þá að við yrðum enn að 25 árum síðar en þetta hefur gengið vel og maðurinn minn hefur verið með okkur í rekstrinum.“ Kara segir dansmenninguna hafa breyst mikið. „Það er að deyja út að fólk fari út bara til að dansa. Enda eru ekki einu sinni til hús með sæmilegu dansgólfi nema í félagsheimilum úti á landi, þannig að dansinn er mun minni þáttur í félagslífi almennings en var.“En hvar fær fólk sem lærir hjá ykkur útrás fyrir sína kunnáttu á dansgólfinu? „Aðallega í dansskólanum. Fólk kemur í danstíma einu sinni í viku yfir veturinn og við erum með einn dansleik á hvorri önn og stundum opnar æfingar þess á milli.“ Kara segir dansinn alltaf að breytast. „Með diskóinu fór fólk að dansa hvert í sínu lagi og nú dansar það þannig í hringjum og grúppum. En danshaldið er að víkja. Ég tel það afturför því að dansa saman tvö og tvö eflir félagsþroska ungs fólks og dregur úr feimni. Fyrir utan hvað kunnátta í dansi veitir mikið sjálfsöryggi.“ Telur hún vangadansinn í hættu? „Nei, ég held nú ekki. En það getur verið erfiðara að stíga slík skref þegar fólk er bara að dansa í hring.“ Skólinn er í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Þar verður opið hús á laugardaginn milli 13 og 15. Kara segir verða boðið upp á danssýningar og einhverjar veitingar. „Okkur langar að sjá fólk sem var hjá okkur fyrir 25 árum, þá sem eru hjá okkur núna og hafa verið í millitíðinni og líka einhverja sem langar að koma og læra að dansa.“
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira