Innlent

Mín skoðun: Katrín fékk hálft svar

Katrín Júlíusdóttir, fyrrum fjármálaráðherra, segir að hún hefði gert öðruvísi í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra ef hún hefði vitað alla söguna. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun í dag.

Líkt og greint hefur verið frá, fór Már í mál við bankann vegna lækkunnar launa sinna og ákvað bankaráð að greiða málskostnað Más að fullu eftir málið.

„Við skulum segja að ég hafi fengið hálft svar,“ segir Katrín um samskipti hennar við Láru V. Júlíusdóttur, fyrrverandi formann bankaráðs Seðlabankans, varðandi málið.

„Það var ekki beinlínis rangt en það vantaði hluta á það. Það sem ég er kannski ósáttust við í öllu þessu máli er það að bankaráð skuli ekki hafa verið með í að ákveða að gera þetta með þessum hætti.“

Mikael spurði Katrínu hvort hún hefði gert athugasemdir við það að bankinn greiddi málskostnað Más, hefði hún vitað allan sannleikann

„Já, ég hugsa að ég hefði gert það,“ segir Katrín. „Það er erfitt að segja það samt, svona eftir á, en ég geri ráð fyrir því að ég hefði gert það.“

Sjá má umræður um málið í heild sinni hér að ofan.






Tengdar fréttir

Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más

Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×