"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ 9. mars 2014 11:47 Már var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í morgun. Vísir/GVA/Pjetur „Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50