Til greina gæti komið að endurgreiða málskostnað Bjarki Ármannsson skrifar 14. mars 2014 06:30 Már Guðmundsson gengur út af fundi bankaráðs í gær. Vísir/Pjetur Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla við bankann. Hann telur sig ekki hafa brotið af sér. Lögmannsreikningar Más voru greiddir að fullu af Seðlabankanum eftir að hann fór í mál við bankann vegna lækkunar launa sinna. Bankaráð ákvað í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslunum og kanna hvort farið hafi verið að lögum. Már segir að til greina geti komið að hann endurgreiði málskostnaðinn, þó enn sé of snemmt að segja til um það. „Það getur verið að niðurstaðan verði sú að ég eigi að gera það, þó ég efist um það,“ segir Már. „En svo getur vel verið að ég eigi að gera það hvort sem er. Eins og maður þekkir er eitt að segja að ekkert hafi verið gert rangt en enginn vandi að fá almenningsálitið upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðunina um það að endurgreiða Má kostnaðinn vegna málaferla. Í vikunni sagði hún fréttastofu málið vera „storm í vatnsglasi“ og að bankaráð geti ómögulega krafið Má um endurgreiðslu málskostnaðar. Már sat fyrsta hluta bankaráðsfundarins í gær og lagði þar fram bréf til ráðsins þar sem hann óskar eftir því að þeim þætti athugunar sem snýr að honum sjálfum verði flýtt. „Við þurfum að fá niðurstöðu í það hvað var rétt og rangt í málinu,“ segir Már. Hann segir jafnframt að ekki sé gott fyrir einn né neinn að láta óvissu í málinu hanga yfir. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað,“ segir Már. Ásamt bréfinu lagði Már fram upplýsingar og gögn frá Seðlabankanum til bankaráðs varðandi málið. „Síðan er gert ráð fyrir því að það verði fundur á næstunni þar sem mér mun gefast tækifæri til að útskýra mjög ítarlega mína hlið á málinu,“ segir Már. Tengdar fréttir Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15 Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29 "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla við bankann. Hann telur sig ekki hafa brotið af sér. Lögmannsreikningar Más voru greiddir að fullu af Seðlabankanum eftir að hann fór í mál við bankann vegna lækkunar launa sinna. Bankaráð ákvað í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslunum og kanna hvort farið hafi verið að lögum. Már segir að til greina geti komið að hann endurgreiði málskostnaðinn, þó enn sé of snemmt að segja til um það. „Það getur verið að niðurstaðan verði sú að ég eigi að gera það, þó ég efist um það,“ segir Már. „En svo getur vel verið að ég eigi að gera það hvort sem er. Eins og maður þekkir er eitt að segja að ekkert hafi verið gert rangt en enginn vandi að fá almenningsálitið upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðunina um það að endurgreiða Má kostnaðinn vegna málaferla. Í vikunni sagði hún fréttastofu málið vera „storm í vatnsglasi“ og að bankaráð geti ómögulega krafið Má um endurgreiðslu málskostnaðar. Már sat fyrsta hluta bankaráðsfundarins í gær og lagði þar fram bréf til ráðsins þar sem hann óskar eftir því að þeim þætti athugunar sem snýr að honum sjálfum verði flýtt. „Við þurfum að fá niðurstöðu í það hvað var rétt og rangt í málinu,“ segir Már. Hann segir jafnframt að ekki sé gott fyrir einn né neinn að láta óvissu í málinu hanga yfir. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað,“ segir Már. Ásamt bréfinu lagði Már fram upplýsingar og gögn frá Seðlabankanum til bankaráðs varðandi málið. „Síðan er gert ráð fyrir því að það verði fundur á næstunni þar sem mér mun gefast tækifæri til að útskýra mjög ítarlega mína hlið á málinu,“ segir Már.
Tengdar fréttir Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15 Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29 "Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47 Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Ekki óskað eftir upplýsingum um mál Más Fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankaráð hafi ekki óskað efir upplýsingum frá henni um mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þingmaður telur að Már eigi að endurgreiða málskostnaðinn 12. mars 2014 11:15
Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más Mar Guðmundsson, seðlabankastjóri, fór í mál við bankann vegna lækkunar á launum sínum. 7. mars 2014 11:29
"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ Már Guðmundsson segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. 9. mars 2014 11:47
Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21
Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28
Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Már Guðmundsson segir að eftir að bankaráð Seðlabankans hafi fengið lögfræðiálit um að ekki mætti lækka laun hans á skipunartímanum umfram almenn laun hafi bankaráðið verið ófært um að taka á málinu. 9. mars 2014 19:12