Mikilvægasti samningurinn frá undirritun EES Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2014 13:06 Allur þorri þingmanna samþykkti fríverslunarsamning við Kína í gær. Össur Skarphéðinsson segir þetta mikilvægasta samninnginn frá undirritun EES. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir fríverslunarsamninginn við Kína mikilvægasta utanríkisviðskiptasamning sem þjóðin hafi gert frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður. Verkalýðshreyfingin hefur aðkomu að vinnumálahluta samningsins. Þótt flest allir þingmenn hafi mikla fyrirvara á samskiptum við Kínverja vegna stöðu mannréttindamála þar var fríverslunarsamnngur Íslands og Kína samþykktur með öllum þorra atkvæða á Alþingi í gær. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson greiddu ein atkvæði á móti og Bjarkey Gunnarsdóttir og Ólafur Gunnarsson þingmenn Vinstri grænna sátu hjá ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisraðherra rifjaði upp við atkvæðagreiðsluna í gær að samningurinn hefði átt sér langan aðdraganda en fyrst hafi verið skrifað undir samkomulag um að hefja viðræður í desember 2006. „Nú um sjö árum síðar og fjórum utanríkisráðherrum, sér fyrir endann á vinnunni. Ég hef trú á að samningurinn skapi mikil viðskiptatækifæri og tækifæri til að efla samskipti okkar við Kína á öðrum sviðum,“ sagði utanríkisráðherra. Í samningnum væri kveðið á um vinnumál sem byði upp á umræður um stöðu mannréttndamála og aðkoma samtaka launafólks að samkomulaginu væri tryggð. Birgitta Jónsdóttir skoraði á stjórnvöld að feta í fótspor Kanadamanna og Bandaríkjamanna og skora á Kínverja að mótmæla dómi yfir lögfræðingnum Xu Zhiyong sem nýlega var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gagnrýna stjórnvöld. „Ég skora líka á þingmenn að átta sig á því að við munum ekki komast út úr þessu faðmlagi nema að ganga í ESB þegar verktakafyrirtækin byrja að fara á hausinn.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra fagnaði staðfestingu samningsins. „Alþingi er að stíga hér sögulegt skref. Þetta er mikilvægasti utanríkisviðskiptasamningur sem Íslendingar hafa gert frá því við gerðum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Össur. Samningurinn fæli í sér afnám 12 prósent tolla á sjávarafurðir og tækifæri fyrir landbúnaðinn og opnaði gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þess vegna styð ég þennan samning heils hugar og styð hæstvirta ríkisstjórn og þakka henni fyrir að hafa lokið því góða verki sem fyrri ríkisstjórn hóf í þessum efnum“ sagði Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir fríverslunarsamninginn við Kína mikilvægasta utanríkisviðskiptasamning sem þjóðin hafi gert frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður. Verkalýðshreyfingin hefur aðkomu að vinnumálahluta samningsins. Þótt flest allir þingmenn hafi mikla fyrirvara á samskiptum við Kínverja vegna stöðu mannréttindamála þar var fríverslunarsamnngur Íslands og Kína samþykktur með öllum þorra atkvæða á Alþingi í gær. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson greiddu ein atkvæði á móti og Bjarkey Gunnarsdóttir og Ólafur Gunnarsson þingmenn Vinstri grænna sátu hjá ásamt Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisraðherra rifjaði upp við atkvæðagreiðsluna í gær að samningurinn hefði átt sér langan aðdraganda en fyrst hafi verið skrifað undir samkomulag um að hefja viðræður í desember 2006. „Nú um sjö árum síðar og fjórum utanríkisráðherrum, sér fyrir endann á vinnunni. Ég hef trú á að samningurinn skapi mikil viðskiptatækifæri og tækifæri til að efla samskipti okkar við Kína á öðrum sviðum,“ sagði utanríkisráðherra. Í samningnum væri kveðið á um vinnumál sem byði upp á umræður um stöðu mannréttndamála og aðkoma samtaka launafólks að samkomulaginu væri tryggð. Birgitta Jónsdóttir skoraði á stjórnvöld að feta í fótspor Kanadamanna og Bandaríkjamanna og skora á Kínverja að mótmæla dómi yfir lögfræðingnum Xu Zhiyong sem nýlega var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gagnrýna stjórnvöld. „Ég skora líka á þingmenn að átta sig á því að við munum ekki komast út úr þessu faðmlagi nema að ganga í ESB þegar verktakafyrirtækin byrja að fara á hausinn.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra fagnaði staðfestingu samningsins. „Alþingi er að stíga hér sögulegt skref. Þetta er mikilvægasti utanríkisviðskiptasamningur sem Íslendingar hafa gert frá því við gerðum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Össur. Samningurinn fæli í sér afnám 12 prósent tolla á sjávarafurðir og tækifæri fyrir landbúnaðinn og opnaði gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þess vegna styð ég þennan samning heils hugar og styð hæstvirta ríkisstjórn og þakka henni fyrir að hafa lokið því góða verki sem fyrri ríkisstjórn hóf í þessum efnum“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira