Innlent

Sturla Böðvarsson aftur í framboði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson. vísir/stefán
Sturla Böðvarsson, fyrrum samgönguráðherra og forseti Alþingis, býður sig nú aftur fram til bæjarstjóra Stykkishólms.

Sturla var bæjarstjóri Stykkishólms árin 1974 til 1991. Hann situr í fjórða sæti nýs lista, H-listans, lista framfarasinnaðra Hólmara.  Sturla er jafnframt bæjarstjóraefni listans.

Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn Skjöldur í Stykkishólmi mun ekki bjóða fram lista fyrir bæjarstjórnarkosningar. Hafdís Bjarnadóttir situr í fyrsta sæti listans, Sigurður Páll Jónsson í öðru og Katrín Gísladóttir í því þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×