Innlent

Nói er ekki velkominn

Birta Björnsdóttir skrifar
Úr kvikmyndinni Noah.
Úr kvikmyndinni Noah.
Stórmyndin Noah, í leikstjórn Darrens Aronofsky, hefur nú verið bönnuð í þremur löndum og ekki er ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið.

Myndin byggir á sögunni úr Gamla testamentinu um syndafallið og örkina sem Nói byggði eftir að hafa fengið um það skilaboð frá Guði. Yfirvöld í Katar, Baharain og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lagt blátt bann við sýningum á myndinni, þar sem hún þykir ekki samræmast gildum íslam en það þykir ekki við hæfi að birta spámenn eða aðrar guðlegar verur með neinum hætti, líkt og gert er í myndinni.

Skemmst er að minnast eftirmála þess að skopmyndir af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten.

Noah var að miklu leyti tekin upp hér á landi það er því viðeigandi að heimsfrumsýning myndarinnar fari fram hér þann 18. mars næstkomandi í tengslum við náttúruverndarátak sem Björk Guðmundsdóttir, Aronofsky og fleiri standa að. Myndin fer svo í almennar sýningar 10 dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×