Innlent

„Lífsgæði okkar hækka ef við greiðum niður skuldir ríkissjóðs“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það er ýmislegt sem ég hef gagnrýnt í þessu frumvarpi og meginniðurstöður mínar eru þær að verðbólguáhrifin eru vanmetin,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, um skuldaniðurfærslufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann vildi þó ekki staðfesta við Mikael að hann hygðist kjósa gegn frumvarpinu.

„Ég hef miklar efasemdir og maður á að greiða atkvæði í þingsal, en ekki sjónvarpssal,“ segir Vilhjálmur.

Svandís Svavarsdóttir þingkona segir einnig að henni lítist illa á frumvarpið í meginatriðum.

„Þarna er verið að taka ákvörðun um að ráðstafa opinberu fé til þeirra sem sannarlega þurfa ekkert á því að halda.“

„Ég held að aðalskuldavandi þjóðarinnar sé skuldavandi ríkissjóðs og hefði betur átt að greiða það niður með þessum fjármunum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

„Við unga fólkið hugsum um framtíð okkar og að þetta sé ekki baggi á okkar framtíð. Lífsgæði okkar og laun myndu frekar hækka ef við greiðum niður skuldir ríkissjóðs.“

Hægt er að sjá fyrri hlutann af umræðunum milli Áslaugar, Svandísar og Vilhjálms hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×