Erlent

Skógareldar leggja undir sig borg í Síle

Bjarki Ármannsson skrifar
Útsýnið yfir borgina er óneitanlega mjög óhugnanlegt.
Útsýnið yfir borgina er óneitanlega mjög óhugnanlegt. Vísir/AFP
Gríðarmiklir skógareldar hafa banað fjórum og eyðilagt rúmlega 500 heimili í hafnarborginni Valparaiso í Síle. Fjölmargir íbúar eru án rafmagns og hefur Michelle Bachelet, forseti landsins, falið hernum það að sjá um að rýma borgina.

BBC greinir frá þessu. Mjög erfitt er að slökkva eldana, meðal annars vegna sterkra vinda sem feykja logunum inn í íbúðarhverfi. Talsmaður stjórnvalda segir að rýming íbúa borgarinnar sé algjört forgangsmál. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×