Innlent

„Ríkisstjórnir hafa yfirleitt ekki staðið undir væntingum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Utanþingsráðherrarnir í síðustu ríkisstjórn voru þeir allra vinsælustu og ef þú tekur og ef þú tekur þá út úr jöfnunni og berð saman þingmennina sem eru þarna fyrir í ráðherrastólum, þá væri núverandi ríkisstjórn vinsælli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, um slakt fylgi núverandi ríkisstjórnar í þættinum Mín skoðun á stöð 2 í dag.

„Ég held að fólk sé orðið mun óþreyjufyllra núna, það er það langt liðið frá hruni að fólk við sjá miklu meira. Það gerðist ekki mikið á síðustu fjórum árum og þarf virkilega eitthvað fara gerast hér.“

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sitjandi ríkisstjórn yfirleitt vera mjög óvinsæl.

„Ríkisstjórnir hafa yfirleitt ekki staðið undir væntingum. Ég er ánægður með margt í störfum þessarar ríkisstjórnar og ég er ekki alveg fyllilega nægilega ánægður með annað,“ segir Vilhjálmur og tók það fram að hann sjálfur hafi alltaf verið erfiður í taumi.

„Þetta hefur eiginlega verið væntingarstjórnun undir öfugum formerkjum, ég hef aldrei vitað það fyrr eða síðar að forsætisráðherra tali þannig að allir ykkar draumar muni rætast,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Svandís segir að aldrei hafi verið talað um það hvort það ætti að sjá til hvort að ákveðnir hlutir myndu skila árangri.

„Væntingarnar voru alltaf keyrðar í botn og í raun voru þessi loforð dæmd til þess að lenda í einhverskonar brotlendingu.“

Hægt er að sjá myndband af umræðunum milli Vilhjálms, Áslaugi og Svandísi hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×