Verslunarmannahelginni ætti að eyða í bænum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 12:00 Berglind Sunna Stefánsdóttir og Megan Horan lofa gleði og glaum á Innipúkanum um helgina. Fréttablaðið/Arnþór Það er alltaf hægt að fara út á land, allar helgar sumarsins, en þetta er helgin sem maður vill halda sér í bænum,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir, annar skipuleggjandi Innipúkans sem verður haldinn í miðbæ Reykjavíkur um helgina. „Við erum að skipuleggja þriggja daga tónleikaveislu í Naustinni á skemmtistöðunum Húrra og á Gauknum.“ Berglind Sunna segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa mikla breidd í vali á tónlist og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ríflega þrjátíu hljómsveitir að spila, bæði minni og stærri bönd.“ Dagskráin spannar þrjá daga á stöðunum tveimur. „Á Húrra verður almenn dagskrá ef við getum kallað það svo,“ útskýrir Berglind. En á Gauknum verða þemakvöld, þannig geta þungarokkarar þanið raddböndin á föstudeginum, aðdáendur electro stigið dans á laugardeginum og hiphop-senan tekur öll völd á sunnudeginum. Meiri heildarhátíðarstemning verður yfir Innipúkanum í ár en hefur verið þar sem skipuleggjendur fengu leyfi til þess að loka af götunni hjá Naustinni. Þar stendur til að koma upp setuaðstöðu. „Þar verður húllumhæ á laugardeginum þegar við höldum lunch beat,“ segir Berglind. Plötusnúðurinn Ívar Pétur úr FM Belfast stýrir þeirri uppákomu en hann er þekktur fyrir að spila einstaklega skemmtilega danstónlist. Á sunnudeginum verður PubQuiz undir stjórn þeirra Loga Höskuldsonar úr Sudden Weather Change og Teits Magnússonar úr Ojba Rasta. Berglind segir ekki uppselt á hátíðina enn. „En ég er hrædd um að miðarnir fari hratt núna.“Tónleikar með Grísalappalísu eru þekktir fyrir sérstaklega mikla stemningu og stuð og má gera ráð fyrir því að þakið rifni af Húrra á sunnudag.Halda í hefðir Hefð hefur verið fyrir því á hátíðinni að leiða saman þekktan og farsælan tónlistarmann af gamla skólanum og hljómsveit sem hefur nýlega náð vinsældum. Í ár verður engin breyting á því og mun hápunktur hátíðarinnar vera á sunnudagskvöldinu þegar Megas og Grísalappalísa stíga saman á svið. „Tónlistin hans hafði sérstaklega mikil áhrif á mig og Baldur sem semjum textana,“ sagði Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu, en hljómsveitin er að hans sögn spennt fyrir tónleikunum. Áherslan verður lögð á tónlist Megasar en þó verða tekin tvö lög eftir Grísalappalísu. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Sjá meira
Það er alltaf hægt að fara út á land, allar helgar sumarsins, en þetta er helgin sem maður vill halda sér í bænum,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir, annar skipuleggjandi Innipúkans sem verður haldinn í miðbæ Reykjavíkur um helgina. „Við erum að skipuleggja þriggja daga tónleikaveislu í Naustinni á skemmtistöðunum Húrra og á Gauknum.“ Berglind Sunna segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa mikla breidd í vali á tónlist og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ríflega þrjátíu hljómsveitir að spila, bæði minni og stærri bönd.“ Dagskráin spannar þrjá daga á stöðunum tveimur. „Á Húrra verður almenn dagskrá ef við getum kallað það svo,“ útskýrir Berglind. En á Gauknum verða þemakvöld, þannig geta þungarokkarar þanið raddböndin á föstudeginum, aðdáendur electro stigið dans á laugardeginum og hiphop-senan tekur öll völd á sunnudeginum. Meiri heildarhátíðarstemning verður yfir Innipúkanum í ár en hefur verið þar sem skipuleggjendur fengu leyfi til þess að loka af götunni hjá Naustinni. Þar stendur til að koma upp setuaðstöðu. „Þar verður húllumhæ á laugardeginum þegar við höldum lunch beat,“ segir Berglind. Plötusnúðurinn Ívar Pétur úr FM Belfast stýrir þeirri uppákomu en hann er þekktur fyrir að spila einstaklega skemmtilega danstónlist. Á sunnudeginum verður PubQuiz undir stjórn þeirra Loga Höskuldsonar úr Sudden Weather Change og Teits Magnússonar úr Ojba Rasta. Berglind segir ekki uppselt á hátíðina enn. „En ég er hrædd um að miðarnir fari hratt núna.“Tónleikar með Grísalappalísu eru þekktir fyrir sérstaklega mikla stemningu og stuð og má gera ráð fyrir því að þakið rifni af Húrra á sunnudag.Halda í hefðir Hefð hefur verið fyrir því á hátíðinni að leiða saman þekktan og farsælan tónlistarmann af gamla skólanum og hljómsveit sem hefur nýlega náð vinsældum. Í ár verður engin breyting á því og mun hápunktur hátíðarinnar vera á sunnudagskvöldinu þegar Megas og Grísalappalísa stíga saman á svið. „Tónlistin hans hafði sérstaklega mikil áhrif á mig og Baldur sem semjum textana,“ sagði Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu, en hljómsveitin er að hans sögn spennt fyrir tónleikunum. Áherslan verður lögð á tónlist Megasar en þó verða tekin tvö lög eftir Grísalappalísu.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Sjá meira