Ekki hægt að sitja undir hótunum ESB í makríldeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2014 13:30 Sjávarútvegsráðherra segir ekki hægt að ná samningum undir hótunum Evrópusambandsins um ólöglegar viðskiptaþvinganir. Úrslitatilraun er gerð til samninga á fundi sem nú stendur yfir í Björgvin í Noregi. Sjávarútvegsráðherra segir ekki hægt að búa við hótanir Evrópusabandsins um refsiaðgerðir í makríldeilunni, en sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins hefur gefið Íslendingum viku til að fallast á tilboð sambandsins. Raðherra segir að ef samkomulag takist ekki muni Íslendingar gefa út sinn eigin kvóta fyrir veiðarnar í vor.Maria Dominaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins lét hafa eftir sér í þýska tímaritinu Spiegel í gær að Íslendingar og Færeyingar hefðu út þessa viku til að fallast á tilboð Evrópusambandsins um 12 prósent hvort ríki af makrílkvótanum. Ef þjóðirnar gengju ekki að þessu myndi Evrópusambandið semja við Norðmenn eina og beita Færeyinga og Íslendinga refsiaðgerðum gæfu þeir út eigin kvóta. Sambandið beitir Færeyinga nú þegar refsiaðgerðum en hefur ekki beitt þeim enn gagnvart Íslendingum en samningafundur stendur nú yfir í Björgvin í Noregi.Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa lagt áherslu á vísindanlegan grunn og sjálfbærar veiðar í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg undanfarin ár. „Og miðað við nýjustu upplýsingar um göngumynstur, fæðustöðvar og hrygningar sé eðlilegt að horfa til þessara breytinga sem hafa orðið og málið eigi að nálgast í gegnum samningaviðræður en ekki hótanir um ólöglegar viðskiptaþvinganir sem ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með, ef þær eru enn á ný komnar upp á borðið,“ segir sjávarútvegsráðherra. Slíkar aðgerðir séu ólögmætar og ýti ekki undir möguleika á samkomulagi á meðan viðræður séu enn í gangi. Sigurður Ingi vill ekki staðfesta að Ísland geti sætt sig við þau 12 prósent sem Evrópusambandið býður. „En við höfum nálgast og náðum ákveðnu samkomulagi eða samningsgrundvelli við Evrópusambandið í haust og settum málið því í raun inn í það samningaferli sem það er í nú í dag,“ segir Sigurður Ingi. Norðmenn hafa ekki fallist á tilboð Evrópusambandsins til Íslendinga og Færeyingar hafa verið þverir gagnvart sambandinu. Ráðherra segir að Norðmenn þurfi að fara að íhuga orðspor sitt sem fiskveiðiþjóð sem stýri veiðum með sjálfbærum hætti, ætli þeir að halda sjónarmiðum sínum áfram.En hvað gerist þá í lok þessarar viku?„Það hefur öllum verið ljóst að þetta er síðasta mögulega leiðin til að ná samningum. Það styttist í veiðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan (að samningar náist ekki) munum við skoða okkar afstöðu út frá þeim hagsmunum sem okkur ber,“ segir sjávarútvegsráðherra.Ef ekki næst samkomulag í þessari viku munu Íslendingar þá gefa út sinn eigin kvóta eins og fyrri ár?„Ég reikna með að það muni öll strandríkin gera, nema það komi eitthvað óvænt í ljós í dag eða á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ekki hægt að búa við hótanir Evrópusabandsins um refsiaðgerðir í makríldeilunni, en sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins hefur gefið Íslendingum viku til að fallast á tilboð sambandsins. Raðherra segir að ef samkomulag takist ekki muni Íslendingar gefa út sinn eigin kvóta fyrir veiðarnar í vor.Maria Dominaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins lét hafa eftir sér í þýska tímaritinu Spiegel í gær að Íslendingar og Færeyingar hefðu út þessa viku til að fallast á tilboð Evrópusambandsins um 12 prósent hvort ríki af makrílkvótanum. Ef þjóðirnar gengju ekki að þessu myndi Evrópusambandið semja við Norðmenn eina og beita Færeyinga og Íslendinga refsiaðgerðum gæfu þeir út eigin kvóta. Sambandið beitir Færeyinga nú þegar refsiaðgerðum en hefur ekki beitt þeim enn gagnvart Íslendingum en samningafundur stendur nú yfir í Björgvin í Noregi.Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa lagt áherslu á vísindanlegan grunn og sjálfbærar veiðar í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg undanfarin ár. „Og miðað við nýjustu upplýsingar um göngumynstur, fæðustöðvar og hrygningar sé eðlilegt að horfa til þessara breytinga sem hafa orðið og málið eigi að nálgast í gegnum samningaviðræður en ekki hótanir um ólöglegar viðskiptaþvinganir sem ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með, ef þær eru enn á ný komnar upp á borðið,“ segir sjávarútvegsráðherra. Slíkar aðgerðir séu ólögmætar og ýti ekki undir möguleika á samkomulagi á meðan viðræður séu enn í gangi. Sigurður Ingi vill ekki staðfesta að Ísland geti sætt sig við þau 12 prósent sem Evrópusambandið býður. „En við höfum nálgast og náðum ákveðnu samkomulagi eða samningsgrundvelli við Evrópusambandið í haust og settum málið því í raun inn í það samningaferli sem það er í nú í dag,“ segir Sigurður Ingi. Norðmenn hafa ekki fallist á tilboð Evrópusambandsins til Íslendinga og Færeyingar hafa verið þverir gagnvart sambandinu. Ráðherra segir að Norðmenn þurfi að fara að íhuga orðspor sitt sem fiskveiðiþjóð sem stýri veiðum með sjálfbærum hætti, ætli þeir að halda sjónarmiðum sínum áfram.En hvað gerist þá í lok þessarar viku?„Það hefur öllum verið ljóst að þetta er síðasta mögulega leiðin til að ná samningum. Það styttist í veiðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan (að samningar náist ekki) munum við skoða okkar afstöðu út frá þeim hagsmunum sem okkur ber,“ segir sjávarútvegsráðherra.Ef ekki næst samkomulag í þessari viku munu Íslendingar þá gefa út sinn eigin kvóta eins og fyrri ár?„Ég reikna með að það muni öll strandríkin gera, nema það komi eitthvað óvænt í ljós í dag eða á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira