Pírötum skákað út úr stjórn Ríkisútvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2014 19:21 Stjórnarflokkarnir fengu sínu framgengt við kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í dag sem þýðir að Píratar, einn þingflokka, hefur ekki fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Síðast þegar kosið var í stjórn ríkisfjölmiðilsins á Alþingi á sumarþinginu lögðu stjórnarflokkarnir fram lista með sex fulltrúum af níu, sem hefði þýtt að Píratar einn stjórnarandstöðuflokka hefðu ekki fengið fulltrúa í stjórnina. En þá brá svo við að einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni þannig að stjórnarflokkunum varð ekki að ósk sinni.Níu sitja í stjórn Ríkisútvarpsins og lögðu stjórnarliðar í dag fram lista með sex fulltrúum, eða 66,7 prósent fulltrúa, en þeir fengu 51,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Stjórnarandstaðan vildi meina að þar með væri verið að ganga á bak samninga um skipan stjórnarinnar frá í sumar. Menntamálaráðherra sagði skipan í stjórn Ríkisútvarpsins miðast við úrslit síðustu kosninga og vísaði þá til D´Hondt reglunnar sem notuð er við skiptingu þingsæta í kosningum, en ekki almennan hlutfallsreikning. Heitar umræður urðu um kosninguna á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan sakaði stjórnarmeirihlutann um að ganga á bak orða sinna en forsætisráðherra sagði þingflokksformann Samfylkingarinnar fara með bull.Ragnheiður Ríkharðsdóttir brýndi stjórnarliða og sagðist treysta því að þingmenn stæðu sína plikt og það gerðu þingmenn stjórnarliðsins, kosningin fór 38 / 25 og stjórnarflokkarnir fá því sex menn en stjórnarandstaðan þrjá í stjórn Ríkisútvarpsins.Brot úr umræðunum er í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Stjórnarflokkarnir fengu sínu framgengt við kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í dag sem þýðir að Píratar, einn þingflokka, hefur ekki fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Síðast þegar kosið var í stjórn ríkisfjölmiðilsins á Alþingi á sumarþinginu lögðu stjórnarflokkarnir fram lista með sex fulltrúum af níu, sem hefði þýtt að Píratar einn stjórnarandstöðuflokka hefðu ekki fengið fulltrúa í stjórnina. En þá brá svo við að einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með stjórnarandstöðunni þannig að stjórnarflokkunum varð ekki að ósk sinni.Níu sitja í stjórn Ríkisútvarpsins og lögðu stjórnarliðar í dag fram lista með sex fulltrúum, eða 66,7 prósent fulltrúa, en þeir fengu 51,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Stjórnarandstaðan vildi meina að þar með væri verið að ganga á bak samninga um skipan stjórnarinnar frá í sumar. Menntamálaráðherra sagði skipan í stjórn Ríkisútvarpsins miðast við úrslit síðustu kosninga og vísaði þá til D´Hondt reglunnar sem notuð er við skiptingu þingsæta í kosningum, en ekki almennan hlutfallsreikning. Heitar umræður urðu um kosninguna á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan sakaði stjórnarmeirihlutann um að ganga á bak orða sinna en forsætisráðherra sagði þingflokksformann Samfylkingarinnar fara með bull.Ragnheiður Ríkharðsdóttir brýndi stjórnarliða og sagðist treysta því að þingmenn stæðu sína plikt og það gerðu þingmenn stjórnarliðsins, kosningin fór 38 / 25 og stjórnarflokkarnir fá því sex menn en stjórnarandstaðan þrjá í stjórn Ríkisútvarpsins.Brot úr umræðunum er í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira